Sýkt vatn á hóteli eyðileggur fyrir íslenska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2022 13:00 Íslenska landsliðið spilaði í Tékklandi fyrir komuna til Svartfjallalands en tapaði þar 3-0. BLÍ „Við náum alveg í lið, en þjálfarinn okkar bað okkur um að láta vita ef við sæjum ekki fram á að geta klárað leikinn,“ segir Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki. Matareitrun hefur herjað á liðið fyrir leikinn gegn heimakonum í Svartfjallalandi í dag. Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv. Blak Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Thelma segir að líklega megi rekja veikindin til þess að sýktu kranavatni hafi verið tappað á flöskur sem landsliðið fékk á veitingastað hótelsins sem það dvelur á. Leikurinn í dag er í undankeppni EM og það er í höndum gestgjafa hverju sinni að sjá til þess að gestaliðið fái góða gistiaðstöðu og fæði. Thelma segir að hótelið sem íslenska liðið dvelji á standist hins vegar engan veginn kröfur og bendir á að svartfellska liðið sé á fínna hóteli ásamt dómurum og fleirum sem að leiknum komi. Gestgjafar eigi einnig að útvega fararstjóra sem hafi hins vegar hvergi sést í Svartfjallalandi. Heimaliðið fari því ekki eftir þeim kröfum sem gerðar séu: „Bara alls ekki,“ segir Thelma, og bætir við að til dæmis hafi íslenska liðið átt að fá nestispakka fyrir leikinn í dag en hótelið aðeins getað útvegað kökur, ávexti og te. Aðeins fimm í íslenska hópnum hafa alveg sloppið við matareitrun hingað til, að sögn Thelmu, en ástandið á hópnum hefur þó skánað. Gátu ekki klárað æfingu í gær „Þetta leit ágætlega út í morgun, það voru alla vega allar mættar í morgunmat, en svo misstum við aðstoðarþjálfarann út [með matareitrun] þegar við vorum á leiðinni á æfingu. Sumar gátu ekki klárað æfinguna í gærmorgun vegna svima og næringarskorts. Svo misstum við reyndar líka einn af lykilmönnum okkar [Maríu Rún Karlsdóttir] út í lok æfingar vegna meiðsla,“ segir Thelma. „Við erum búnar að lenda í ansi miklu veseni með þetta hótel. Ekki bara varðandi þetta með vatnið. Það er líka búið að láta okkur ítrekað flakka á milli herbergja hérna,“ segir Thelma en matareitrunin er þó versta dæmið: Uppgötvuðu sjálfar að sennilega væri vatninu um að kenna „Við uppgötvuðum það í fyrradag að sennilega væri þetta út af vatninu á veitingastaðnum hér á hótelinu. Þá sáum við að flöskurnar sem við fengum í matnum voru ekki lokaðar, og það var mismikið í þeim. Við erum með eina í liðinu sem talar tungumálið hérna og hótelstarfsfólkið reyndi að herja á hana og sannfæra um að þetta væri bara vatn úr búðinni, en það er bara ekki satt. Þetta byrjaði á einni stelpu í liðinu sem svaf bara ekkert alla nóttina, með „upp og niður“. Næsta fékk svo í magann í morgunmatnum og svo veiktust fleiri koll af kolli. Og þetta er enn að gerast því aðstoðarþjálfarinn veiktist í morgun. Við fimm sem höfum hingað til sloppið erum mjög stressuð fyrir heimferðinni í nótt,“ segir Thelma. „Það sem við huggum okkur við er að það er alls engin pressa fyrir leikinn í dag. Við getum ekki gert neitt annað en okkar besta. En þetta er mjög svekkjandi því þetta er liðið sem við eigum góðan séns á móti,“ segir Thelma en íslenska liðið ferðast svo til Finnlands og fær vonandi betri móttökur þar. Leikur Íslands og Svartfjallalands hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og verður sýndur á eurovolley.tv.
Blak Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti