Segir skólameistara FSu hafa lokað á nám fanga án samráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2022 20:49 Guðmundur Ingi segir Olgu Lísu hafa lokað á nám fanga án samráðs. Vísir Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám. „Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“ Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur upp á sitt einsdæmi ákveðið að fnagar séu ekki þess verðugir að leggja stund á bóknám. Ég skora á menntamálaráðherra að bregðast við hið snarasta og hreinlega stöðva fyrir allt flæði fjármagns til FSu sem eyrnamerkt er námi fanga.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðmundar Inga Þóroddssonar, formanns Afstöðu, sem hann birti í dag. Hann skrifar að þetta sé ekki fyrsta sinn sem skólameistari FSu, Olga Lísa Garðarsdóttir, hafi skert möguleika fanga til náms. „Árið 2014 vakti Helgi Hrafn þá þingmaður athygli á því að Olga ætlaði að minnka starfshlutfall námsráðgjafa úr 100% niður í 50% þrátt fyrir að FSu hafði fengið sérstakt eyrnamerkt fjármagn fyrir 100% stöðu. Olga varð að bakka með það enda má segja að hún hafi beinlínis verið að brjóta lög að mínu viti allavega,“ skrifar Guðmundur. Nú hafi Olga lokað á fjármagn fyrir námsráðgjafa hjá skólanum en sá námsráðgjafi hafi aðra hverja viku lagt leið sína á Kvíabryggju og oftar eftir þörfum til að aðstoða fanga í námi og leiðbeina þeim. Föngum hafi verið virkilega vel fylgt eftir þrátt fyrir að margir hafi ekki klárað nám en þeir hafi þó haft eitthvað fyrir stafni og unnið að einhverju sér til gagns. „Í dag með þessum breytingum hef ég áhyggjur af því að allt nám sé sjálfhætt á Kvíabryggju. Mér finnst ótrúlegt að skólameistari sem sér um nám fanga á landsvísu sé statt og stöðugt að minnka möguleika fanga á námi, koma í veg fyrir að þeir geti stundað staðnám/verknám, verið viðstaddir útskriftir og nú að fá aðstoð með fjarnám,“ skrifar Guðmundur. Hann segist lengi hafa verið mótfallinn því að allt fjármagn til að kenna föngum fari beint til FSu. Fjármagnið sé að hans mati illa nýtt og telur ólíklegt að allt fjármagnið renni beint í kennslu fanga. „Olga kvartaði á sínum tíma mikið yfir því að Helgi Hrafn hefði ekki einu sinni haft samband við Olgu áður en hann fór með málið áfram á Alþingi en nú í þessu máli lét Olga ekki einu sinni [Fjölbrautaskóla Snæfellinga] vita af þessum breytingum og í dag vissi ekki einu sinni Fangelsismálastofnun af þessari ákvörðun skólameistarans,“ skrifar Guðmundur. Hann hafi í dag reynt að fá svör úr ýmsum áttum en engin fengið. „Ég hef reglulega átt fundi með menntamálaráðherrum undanfarinna ára og þeirra embættismönnum og alltaf hefur mér verið tjáð að þeim líki ekki það fyrirkomulag sem sé núna og séu ekki hrifnir af því hvernig menntamál fanga eru yfir höfuð en samt gerist ekkert. FSu fær ennþá tugi milljóna á ári, FSu fækkar stöðugt möguleikum og þrengir stöðugt að föngum. Nám í fangelsunum í dag er hvorki fugl né fiskur!!“ skrifar Guðmundur. „Nú vil ég sjá Lilju menntamálaráðherra spretta upp og afturkalla allt fjármagn til FSu og leggjast svo í heildarendurskoðun á menntamálum fanga og í guðanna bænum hafið fólk með í því sem þekkja þessi mál. Nóg komið af nefndum með fólki sem hefur ekki vit á þessum málaflokki. Takk.“
Fangelsismál Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira