Riqui Puig ósáttur við meðferðina hjá Barcelona: Særði mig mikið Atli Arason skrifar 25. ágúst 2022 07:01 Riqui Puig í leik með Barcelona á síðasta leiktímabili. Getty Images Spænska miðjumanninum Riqui Puig var skipað að yfirgefa Barcelona fyrr í sumar eftir sjö ára dvöl hjá félaginu. Hann segist vera vonsvikinn með framkomu félagsins og knattspyrnustjórans. Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu. Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Riqui Puig var einn af fimm leikmönnum Barcelona, ásamt þeim Martin Braithwaite, Samuel Umtiti, Neto og Oscar Mingueza, sem fengu ekki að ferðast með liðinu til Bandaríkjana á undirbúningstímabil liðsins. Leikmönnunum fimm voru sagt að þeir ættu að yfirgefa félagið en máttu æfa einir á meðan liðið var að undirbúa sig fyrir leiktímabilið. „Eftir sjö ár hjá félaginu, að vera þá skilinn eftir í Barcelona á meðan allir liðsfélagar mínir eru í Los Angeles að spila, það særði mig mikið í sannleika sagt. Svona lagað hefur aldrei áður skeð hjá Barcelona,“ sagði Puig við spænska fjölmiðilinn AS. Hinn 23 ára gamli Puig spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona fyrir þremur árum síðan og þótti þá mikið efni. Fjárhagserfiðleikar Barcelona gerðu þó að verkum að honum var þvingað út hjá uppeldisfélaginu sínu 4. ágúst síðasliðinn. „Þetta er flókin staða og stundum verður maður að taka erfiðar ákvarðanir en það voru þeir sem tóku þessa ákvörðun. Ákvörðun sem ég var ekki sáttur við.“ Þrátt fyrir að eiga eitt ár eftir af samningi sínum fór Puig á frjálsri sölu til LA Galaxy, til að létta af launagreiðslum Barcelona. „Kannski skil ég afstöðu félagsins en þau setja samt mikla pressu á leikmenn sem þau vilja losna við. Það er hægt að fara betri leiðir að þessu. Mér fannst erfitt að æfa einn í Barcelona með fjórum liðsfélögum sem áttu líka að vera þvingaðir í burtu frá félaginu,“ bætti Puig við og sagðist vera mjög vonsvikinn með Xavi, knattspyrnustjóra liðsins. Puig er einn af sjö leikmönnum sem Barcelona hefur alfarið losað sig við til þessa í sumarglugganum. Liðið seldi þá Philippe Coutinho og Oscar Mingueza fyrir samtals 23 milljónir evra á meðan Rey Manaj, Dani Alves, Moussa Wagué, Neto og Puig yfirgáfu félagið á frjálsri sölu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30 Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30 Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01 Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Sjá meira
Forseti Barcelona: Gat ekki tekið ákvörðun sem myndi tortíma félaginu Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að fjárhagsstaða félagsins sé verri en hann grunaði og því hafi verið ómögulegt að semja aftur við Lionel Messi. 6. ágúst 2021 12:30
Fjárhagur Barcelona veltur á bandarískum banka Um síðustu mánaðamót tilkynnti Barcelona um sölu á 10% af sjónvarpsrétti félagsins næstu 25 árin. Það var bandaríska fjárfestingafélagið Sixth Street sem keypti hlutinn á 270 milljónir evra en sú sala gæti nú verið í hættu. 8. júlí 2022 19:30
Barcelona áfram í rúllettu með framtíðartekjur félagsins Spænska knattspyrnufélagið Barcelona hefur selt fimmtán prósent til viðbótar af framtíðar sjónvarpstekjum félagsins. 22. júlí 2022 22:01
Barcelona grátbiður Dembélé að bíða með að taka ákvörðun Fjárhagur spænska stórveldisins Barcelona er vægast sagt í molum eins og hefur komið fram aftur og aftur undanfarna mánuði. Knattspyrnufélagið gerir nú allt það getur til að safna saman nægum aurum til að geta samið við franska vængmanninn Ousmane Dembélé á nýjan leik. 21. júní 2022 14:30