Hvaða stórlið lenda saman í dag í Meistaradeild Evrópu? Sindri Sverrisson skrifar 25. ágúst 2022 07:30 Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson spilar með FCK í Meistaradeild Evrópu í haust. Getty/Lars Ronbog Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta hefst innan tveggja vikna og klukkan 16 í dag verður dregið um það hvaða lið lenda saman í riðli. Ljóst er að Íslendinganna í FC Kaupmannahöfn bíður erfitt verkefni. Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Eftir leiki gærkvöldsins í umspili er nú endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út fyrir dráttinn í dag. Dregið verður í átta riðla og geta lið úr sama styrkleikaflokki ekki dregist saman, né heldur lið frá sama landi. Þannig getur til að mynda Liverpoo, sem er í 2. styrkleikaflokki, hvorki dregist í riðil með Manchester City úr efsta flokki né gegn Chelsea eða Liverpool úr 2. flokki. Í efsta styrkleikaflokki eru liðin sem unnu Meistaradeildina og Evrópudeildina á síðustu leiktíð, og svo sex landsmeistarar úr sterkustu deildum Evrópu. Liðunum er svo raðað í flokka þar á eftir út frá stöðu á styrkleikalista UEFA. Svona líta styrkleikaflokkarnir út: Styrkleikaflokkarnir fyrir dráttinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2022-23.Twitter/@433 FCK, með þá Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orra Stein Óskarsson í sínum röðum, er í neðsta flokki og mun því aðeins dragast gegn liðum úr sterkari flokkum. FCK komst í riðlakeppnina með því að slá út Trabzonspor í gærkvöld. Kæmpe tak for opbakningen!! F**king vildt #ucl #fcklive #copenhagen pic.twitter.com/g16E94MIkP— F.C. København (@FCKobenhavn) August 24, 2022 Eitt annað Íslendingalið er í keppninni því Ajax er í efsta flokki og er ekki útilokað að hinn 18 ára gamli Kristian Nökkvi Hlynsson fái jafnvel að koma við sögu í Meistaradeildinni í vetur. Dregið verður í riðla í Istanbúl í dag og hefst bein útsending frá drættinum klukkan 16 á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira