Lakers sækir fjandmann Westbrook Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2022 16:15 Russell Westbrook og Patrick Beverley verða seint taldir perluvinir. David Berding/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ákveðið að skipta Talen Hurton-Tucker út fyrir kjaftaskinn Patrick Beverley. Sá hefur lengi átt í deilum við Russell Westbrook, leikstjórnanda Lakers, ásamt því að urða reglulega yfir Lakers er hann lék með nágrönnunum í Clippers. Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst. Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Það verða verulegar breytingar á leikmannahópi Lakers milli tímabila en bæði leikmenn og stuðningsfólk liðsins vill gleyma síðustu leiktíð í snatri. Eftir að hafa sótt hvern ellismellinn á fætur öðrum fyrir síðustu leiktíð þá gekk allt á afturfótunum og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. Frank Vogel var látinn fara sem þjálfari liðsins og í hans stað kom Darvin Ham. Umræðan í sumar hefur svo helst snúið að Kyrie Irving og hversu mikið hann væri til í að spila aftur með LeBron James. Þá fékk sá síðarnefndi risasamning og mun spila með liðinu þangað til hann verður fertugur. Nú hefur Lakers svo skipt á leikmönnum við Utah Jazz. Síðarnefnda liðið fær í raun eina unga efniviðinn sem er í leikmannahóp Lakers á meðan LeBron og félagar fá 34 ára gamlan Beverley sem er hvað þekktastur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið ásamt því að spila ágætis vörn. Það virðist því sem Lakers sé að fara í sama pakka og síðasta sumar er liðið sótti hvern ellismellinn á fætur öðrum. Woke up a Laker!!! Its On!!!— Patrick Beverley (@patbev21) August 25, 2022 Hvað varðar Beverley og Westbrook þá nær saga þeirra allt aftur til ársins 2013 er Westbrook meiddist illa á hné eftir að Beverley reyndi að stela boltanum af leikstjórnandanum. Síðan þá hafa þeir eldað grátt silfur saman. Árið 2019 mætti Westbrook í viðtal og lét eftirfarandi orð falla um Beverley: „Hann lætur eins og hann sé að spila vörn, hann er ekki að dekka neinn. Hann er bara hlaupandi í hringi, gerandi ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Beverley sagði að ímynd fólks á sér hefði breyst eftir þessi ummæli en sá hlær best sem síðast hlær. Beverley sendi Westbrook kaldar kveðjur á Twitter-síðu sinni í febrúar á þessu ári þegar Westbrook var að eiga hvern skelfingarleikinn á fætur öðrum með Lakers. I remember when somebody said all I do is run around and I trick y all well my boy is The Real Magician this year.— Patrick Beverley (@patbev21) February 10, 2022 Playoffs every year. 2 western conference finals with 2 different Teams individual stats or team stats? I thought it was a team sport?? https://t.co/wlPhFB9alQ— Patrick Beverley (@patbev21) March 17, 2022 Það verður forvitnilegt að sjá hvernig þeir félagar ná saman í fjólubláu og gulu, það er ef Westbrook verður enn leikmaður Lakers er tímabilið hefst.
Körfubolti NBA Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti