Svona virkar úrslitakeppnin: Fjórskipt barátta í lokin Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 09:00 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en allt getur gerst í úrslitakeppninni. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Harkaleg fallbarátta, hnífjöfn keppni um Evrópupeninga og slagurinn um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn er það sem er fram undan í Bestu deild karla í fótbolta nú þegar styttist í fyrstu úrslitakeppnina í sögu efstu deildar á Íslandi. Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h). Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Aðeins fjórar umferðir eru eftir af hefðbundnu deildakeppninni en að þeim loknum verður deildinni skipt í tvennt; efri og neðri hluta, og leiknar fimm aukaumferðir. Liðin sem lenda í neðri hlutanum geta þá best náð 7. sæti en liðin sem enda í efri hlutanum í versta falli endað í 6. sæti. Þetta þýðir að baráttan í á lokasprettinum er fjórskipt. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn, Evrópusætin, sæti í efri helmingi deildarinnar og um áframhaldandi sæti í efstu deild. Staðan í Bestu deild karla þegar fjórar umferðir og frestaður leikur Víkings og Leiknis eru eftir fram að úrslitakeppni. Eftir þessa leiki verður deildinni skipt í tvo hluta.ksi.is Svona raðast leikirnir í úrslitakeppninni. Liðið í 1. sæti áður en hún hefst leikur til dæmis heimaleiki við liðin í 6., 5. og 2. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti. Liðin taka með sér þann stigafjölda sem þau hafa þegar náð inn í úrslitakeppnina. Í efri hlutanum leika svo liðin sem enda í 1., 2. og 3. sæti þrjá heimaleiki og tvo útileiki hvert, en hin þrjú liðin leika þrjá útileiki og tvo heimaleiki. Hreinn úrslitaleikur í lokin? Liðið sem endar efst fyrir úrslitakeppnina spilar til dæmis heimaleiki sína við liðin sem voru þá í 6. og 5. sæti, en útileiki við 3. og 4. sæti, og endar svo á að mæta liðinu úr 2. sæti í lokaumferðinni. Það gæti því mögulega orðið hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn. Að sama skapi verður það þannig í neðri hlutanum að liðin í 7.-9. sæti fá einum fleiri heimaleiki en hin þrjú liðin. Hér að neðan er blaðamaður búinn að skipta deildinni upp í þrennt, fyrir baráttuna á lokakaflanum, en auðvitað getur enn allt gerst og lið komist í aðra baráttu en hér segir. Baráttan um efstu sætin Fjögur efstu liðin í deildinni eru líklegust til að landa Íslandsmeistaratitlinum eða Evrópusæti.ksi.is Blikar eru með pálmann í höndunum á toppnum og með sex stiga forskot á KA. Þó að Víkingar fengju þrjú stig gegn Leikni í frestuðum leik yrðu þeir enn sjö stigum á eftir Blikum. Toppbaráttan snýst hins vegar einnig um Evrópusætin, sem annað hvort verða tvö eða þrjú. Það veltur á sigurvegara bikarkeppninnar. Ef að Breiðablik, Víkingur eða KA vinnur bikarinn og endar í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun 3. sæti deildarinnar duga til að fá Evrópupeningana mikilvægu. Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h). Baráttan um sæti í efri hlutanum Fram og Keflavík berjast um að komast upp í efri hlutann áður en deildinni verður skipt í tvennt.ksi.is KR og jafnvel Stjarnan eiga enn á hættu að enda í neðri helmingi deildarinnar en það myndi þýða að þau næðu í besta falli 7. sæti á leiktíðinni. Ef að lið enda í neðri hlutanum skiptir ekki máli þó að þau safni á endanum fleiri stigum en lið úr efri hlutanum. Búið er að skipta deildinni upp og þau geta best náð 7. sæti. Nýliðar Fram og Keflvíkingar anda í hálsmál KR-inga og eru í nokkuð þægilegri fjarlægð frá fallsætunum, þó allt geti gerst í úrslitakeppninni þegar neðri liðin leika innbyrðis. Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú). Fallbaráttan Fallbaráttan er æsispennandi.ksi.is Eftir sigur ÍA á ÍBV í síðustu umferð eru fjögur lið í bullandi fallbaráttu. Leiknir og FH fögnuðu sigrum í síðustu umferð og ómögulegt virðist að segja til um hvaða tvö lið munu á endanum kveðja deildina. Ljóst er að að minnsta kosti eitt þessara liða fær þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni í stað tveggja eins og neðstu þrjú liðin munu fá. Leikjaniðurröðunin í neðri hlutanum er svo þannig að liðin sem enda í 11. og 12. sæti munu mætast í lokaumferð úrslitakeppninnar, á sama tíma og liðin í 9. og 10. sæti mætast, og liðin í 7.-8. sæti. Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Breiðablik: Leiknir (h), Valur (h), KA (ú), ÍBV (h). KA: Víkingur (h), Fram (ú), Breiðablik (h), Valur (ú). Víkingur: KA (ú), ÍBV (h), Leiknir (h), Keflavík (ú), KR (h). Valur: Fram (h), Breiðablik (ú), Leiknir (ú), KA (h).
Leikir fram að úrslitakeppni: Stjarnan: ÍBV (ú), Keflavík (h), KR (ú), FH (h). KR: FH (h), ÍA (ú), Stjarnan (h), Víkingur (ú). Fram: Valur (ú), KA (h), ÍBV (ú), Keflavík (h). Keflavík: ÍA (h), Stjarnan (ú), Víkingur (h), Fram (ú).
Leikir fram að úrslitakeppni: ÍBV: Stjarnan (h), Víkingur (ú), Fram (h), Breiðablik (ú). FH: KR (ú), Leiknir (ú), ÍA (h), Stjarnan (ú). Leiknir: Breiðablik (ú), FH (h), Víkingur (ú), Valur (h), ÍA (ú). ÍA: Keflavík (ú), KR (h), FH (ú), Leiknir (h).
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira