RÚV greinir frá þessu og hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maður á þrítugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn, situr enn í gæsluvarðhaldi en gæsluvarðhald hans var framlengt í lok síðasta mánaðar.
Gylfi fannst meðvitundarlaus fyrir utan heimili sitt kvöldið 4. júní og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Meintur banamaður hans bjó í sama húsi og var handtekinn samdægurs. Samkvæmt heimildum fréttastofu er grunur um að Gylfi hafi látist af völdum barsmíða og barefli hafi verið notað.
Grímur Grímsson sagði í samtali við fréttastofu 28. júlí síðastliðinn að rannsókn miðaði vel og yrði lokið áður en gæsluvarðhald rynni út yfir manninum.