Erlent

Hættu­á­stand sé yfir­vofandi í orku­málum í Bret­landi

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sex milljónir breskra heimila í skuld við orkufyrirtæki.
Sex milljónir breskra heimila í skuld við orkufyrirtæki. Getty/SOPA Images

Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári.

Niðurstöður könnunar á stöðu breskra heimila frá því fyrr í ágúst sýndu að sex milljónir heimila væru í vanda stödd og skuldi að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. Bresk hagsmunasamtök hafi varað við því að með hækkandi orkukostnaði komi frekari fátækt nema að stjórnvöld grípi inn í. Skuldir Breta við orkufyrirtæki er sögð aldrei hafa verið meiri en einmitt nú.

Reuters greinir frá því að á meðan önnur Evrópuríki hafi gripið til ráðstafana vegna hækkandi orkuverðs og skorts á gasi hafi Bretland verið fast í ákveðinni pattstöðu á meðan sé verið að ákveða hver verði næsti forsætisráðherra. Hvort nýr forsætisráðherra verði Liz Truss eða Rishi Sunak skýrist 5. september næstkomandi.

Forstjóri Ofgem segi nýjan forsætisráðherra verða að taka stöðuna föstum tökum en staðan geti snarversnað á næsta ári.


Tengdar fréttir

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×