Niðurstöður könnunar á stöðu breskra heimila frá því fyrr í ágúst sýndu að sex milljónir heimila væru í vanda stödd og skuldi að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja. Bresk hagsmunasamtök hafi varað við því að með hækkandi orkukostnaði komi frekari fátækt nema að stjórnvöld grípi inn í. Skuldir Breta við orkufyrirtæki er sögð aldrei hafa verið meiri en einmitt nú.
Reuters greinir frá því að á meðan önnur Evrópuríki hafi gripið til ráðstafana vegna hækkandi orkuverðs og skorts á gasi hafi Bretland verið fast í ákveðinni pattstöðu á meðan sé verið að ákveða hver verði næsti forsætisráðherra. Hvort nýr forsætisráðherra verði Liz Truss eða Rishi Sunak skýrist 5. september næstkomandi.
Forstjóri Ofgem segi nýjan forsætisráðherra verða að taka stöðuna föstum tökum en staðan geti snarversnað á næsta ári.