Baunar á forsetann vegna ummæla um konur í Formúlu 1 Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 16:30 Sebastian Vettel segir ekkert því til fyrirstöðu að konur keppi í Formúlu 1. Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel harmar ummæli forseta Formúlu 1, Stefano Domenicali, um að konur væru langt frá því að komast inn í keppnina og segir hann hafa sent út kolröng skilaboð. Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel. Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel.
Akstursíþróttir Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti