Baunar á forsetann vegna ummæla um konur í Formúlu 1 Sindri Sverrisson skrifar 26. ágúst 2022 16:30 Sebastian Vettel segir ekkert því til fyrirstöðu að konur keppi í Formúlu 1. Getty Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel harmar ummæli forseta Formúlu 1, Stefano Domenicali, um að konur væru langt frá því að komast inn í keppnina og segir hann hafa sent út kolröng skilaboð. Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel. Akstursíþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Domenicali lét hafa eftir sér í gær að það þyrfti eitthvað á borð við það að lofsteinn lenti á plánetunni Jörð til að það myndi kona keppa í Formúlu 1 á næstu fimm árum. Engin kona hefur keppt í Formúlu 1 síðan á áttunda áratug síðustu aldar. „Þetta var mjög óheppilegt orðaval,“ sagði Vettel. „Ég sé enga ástæðu fyrir því að við getum ekki átt konu á brautinni.“ Domenicali útilokaði alls ekki að konur gætu keppt í Formúlu 1 í framtíðinni og hélt því fram að unnið væri að því að finna leiðir til að greiða leið þeirra þangað. Von væri á aðgerðum, sem hann vildi þó ekki greina frá nánar. Vettel segir að ummæli forsetans hafi hins vegar einfaldlega sent út röng skilaboð. „Það eru svona umæli sem ég býst við að konur og stelpur þurfi að eiga við þegar þær eru að vaxa úr grasi og deila með öðrum draumum sínum, sitjandi við morgunverðarborðið að segja að þær vilji verða ökuþórar,“ sagði Vettel. „Og pabbinn gæti hafa lesið eitthvað nákvæmlega svona og sagt: „Þér finnst aðrir hlutir líka skemmtilegir, af hverju ekki að einbeita sér að þeim?“ Þær einbeita sér þá kannski að öðru og hætta að hugsa um kappakstur. Það er mikilvægt að við segjum ekki eitthvað svona því það eru alls staðar neistar,“ sagði Vettel og skoraði á stelpur að sýna að Domenicali hefði rangt fyrir sér. „Þessi steríótýpu-hugsunarháttur er smám saman að hverfa en hann verður að hverfa alveg,“ sagði Vettel.
Akstursíþróttir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Afturelding - Valur | Sigur eða sumarfrí hjá Mosfellingum Handbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira