Lífið

Coleen Rooney semur við Disney um Wagatha-heimildarþætti

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Coleen Rooney ásamt eiginmanni sínum, Wayne Rooney, á leið í dómsal.
Coleen Rooney ásamt eiginmanni sínum, Wayne Rooney, á leið í dómsal. Getty/Wiktor Szymanowicz

Coleen Rooney, athafnakona og eiginkona Wayne Rooney, hefur skrifað undir samning við streymisveituna Disney+ sem nemur mörgum milljónum Bandaríkjadala. Samningurinn tryggir veitunni rétt á sýningu þáttaraðar um Wagatha Christie-dómsmálið svokallaða.

Heimildarþættirnir sem verða þrír munu fjalla um það þegar Rebekah Vardy, eiginkona fótboltamannsins Jamie Vardy, lögsótti Coleen Rooney fyrir meiðyrði, ferli málsins fyrir dómi og aðdragandann að því. 

Rooney hafði áður sakað Vardy um að leka upplýsingum um sig og fjölskylda sína í fjölmiðla og hafði fyrir því ágætis sönnunargögn. Á endanum vann Rooney málið þar sem dómari mat Vardy ótrúverðuga og ósamkvæma sjálfri sér.

Einnig munu þættirnir fjalla um æsku Rooney og reynslu hennar af því að vera gift einum þekktasta fótboltamanni Bretlandseyja. Framleiðandi þáttanna er Lorton Entertainment, sem framleiddi heimildarþætti um Wayne Rooney sem komu út fyrr á þessu ári.

Heimildarþáttaröðin verður svo sýnd á streymisveitunni Disney+ sem hlaut réttinn eftir að hafa keppt við streymisveiturnar Amazon Prime, Netflix og Discovery um að bjóða í þættina.


Tengdar fréttir

Var­dy tapaði knatt­spyrnu­eigin­konu­málinu

Knattspyrnueiginkonan Rebekah Vardy tapaði meiðyrðamáli sínu á hendur knattspyrnueiginkonunni Coleen Rooney. Konurnar tvær eru hafa tekist á í þrjú ár eftir að Rooney komst að njósnum Rebekuh um einkalíf Rooneyhjónanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.