Innlent

Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvang morðsins í Barðavogi í júní.
Frá vettvang morðsins í Barðavogi í júní. Vísir/Hallgerður

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu.

Karlmaðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpar tólf vikur sem er hámarkstími sem lögregla hefur til að hafa mann í gæsluvarðhaldi án ákæru. 

Karlmaðurinn er grunaður um að hafa banað nágranna sínum, íbúa í sama húsi.


Tengdar fréttir

Nafn mannsins sem lést í Barða­vogi

Maðurinn sem lést í árásinni í Barðavogi í Reykjavík á laugardaginn hét Gylfi Bergmann Heimisson. Hann var fæddur árið 1975 og lætur eftir sig fjögur börn á aldrinum tveggja til 24 ára.

Margir í hverfinu hafi vitað af ógnandi hegðun hins grunaða

Morðrannsókn lögreglu í Barðavogi heldur áfram en ýmsir þættir eru nú til skoðunar. Maðurinn sem lést var á fimmtugsaldri og lætur eftir sig fjögur börn. Íbúar í hverfinu lýsa ógnvekjandi hegðun hins grunaða um árabil og segja marga hafa óttast hann. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×