Cardiff ætlar að áfrýja ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins er varðar andlát Sala Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. ágúst 2022 17:01 Emiliano Sala var 28 ára gamall þegar flugvél sem hann var í brotlenti í Ermasundi. EPA/EDDY LEMAISTRE Alþjóða íþróttadómstóllinn hefur loks komist að niðurstöðu i máli Emiliano Sala sem lést er hann ferðaðist yfir Ermasundið í flugvél í janúar 2019 til að ganga í raðir þáverandi Cardiff City. Félagið þarf að borga Nantes uppsett verð fyrir leikmanninn þó hann hafi aldrei spilað fyrir félagið. Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið. Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Argentínumaðurinn Emiliano Sala lést á hræðilegan hátt er flugvél sem hann ferðaðist með frá Frakklandi til Englands fórst yfir Ermasundi. Sala var á leiðinni til Wales þar sem hann átti eftir að kvitta undir samning við þáverandi úrvalsdeildarliðið Cardiff City. Þar sem leikmaðurinn lék aldrei fyrir Cardiff taldi félagið sig ekki þurfa að borga þó félögin hafi þegar verið búin að ganga frá öllu er kom að kaupunum á Sala. Nú hefur þriggja manna dómnefnd á vegum Alþjóða íþróttadómstólsins komist að því að Cardiff þurfi að greiða Nantes milljónirnar fimmtán sem samið var um. Fær félagið að greiða þetta í nokkrum greiðslum en sú fyrsta hljóðar upp á 5,3 milljónir punda. Cardiff City mun áfrýja niðurstöðunni og segir í yfirlýsingu sinni að félagið muni ekki greiða Nantes krónu þangað til niðurstaða áfrýjunarinnar liggur fyrir. „Ef áfrýjunin ber ekki tilætlaðan árangur og Cardiff verði gert að greiða upphæðina að fullu mun félagið fara í mál við þá sem bera ábyrgð á slysinu til að fá upphæðina sem um er ræðir greidda að fullu,“ segir einnig í yfirlýsingu Cardiff en enska félagið telur Nantes og þá sem komu að flugferðinni örlagaríku ábyrga. Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi upphaflega í málinu og var niðurstaða þess sú sama og hjá CAS. Cardiff lætur þó ekki segjast og ætlar í hart þar sem félagið telur á rétti sínum brotið.
Fótbolti Emiliano Sala Enski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01 Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01 Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30 Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Fleiri fréttir United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Sjá meira
Fordæma eigin stuðningsmenn sem gerðu grín að Emiliano Sala Forráðamenn franska knattspyrnufélagsins Nice fordæma hluta af stuðningsmönnum sínum sem tóku upp á því að syngja söngva þar sem gert var grín að Emiliano Sala sem lést í flugslysi í janúar árið 2019. 13. maí 2022 07:01
Bar ábyrgð á andláti Emilianos Sala David Henderson, sem skipulagði flugið sem fótboltamaðurinn Emiliano Sala lést í, hefur verið fundinn sekur um að hafa stofnað öryggi flugvélarinnar í hættu og bera þar með ábyrgð á slysinu. 29. október 2021 11:01
Nantes blöskrar nýjasta útspil Cardiff í Emiliano Sala málinu Cardiff City ætlar ekki að gefa sig í baráttunni fyrir því að þurfa ekki að borga kaupverð sitt fyrir Argentínumanninn Emiliano Sala sem náði ekki að spila fyrir félagið áður en hann fórst í flugslysi á leið til Wales. 29. janúar 2020 10:30
Cardiff þarf að borga fyrir Sala eða fara í þriggja glugga bann Cardiff City þarf að gera upp við franska félagið Nantes innan 45 daga því annars setur Alþjóða knattspyrnusambandið velska félagið í langt félagsskiptabann. 4. nóvember 2019 11:30