Innlent

Töluvert um innbrot í nótt

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Margar tilkynningar um innbrot bárust lögreglu.
Margar tilkynningar um innbrot bárust lögreglu. Vísir/Kolbeinn Tumi

Nokkuð erilsöm nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er að baki, af dagbók embættisins að dæma.

Tilkynnt var um innbrot í Fossvogi þar sem menn voru farnir af vettvangi þegar lögreglu bar að. Að auki var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi þar sem aðilar hafi reynt að komast inn í hús. 

Dagbók lögreglu segir einnig frá manni sem gekk berserksgang á bráðamóttöku. Hann flúði af vettvangi og er hans enn leitað. Nokkuð var um slagsmál og ofurölvi fólk í miðbænum.

Í Hafnafirði var einnig tilkynnt um innbrot í nokkrar geymslur. Þá var einnig tilkynnt um hópslagsmál í Breiðholti en ekki vitað meira um það mál að svo stöddu. 

Loks var tilkynnt um innbrot í bílasölu í Árbænum en maður var flúinn af vettvangi þegar lögreglu bar að, líkt og í fyrrgreindum innbrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×