Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 27. ágúst 2022 10:05 Mikið var fjallað um ástarmál Simons í norrænum fjölmiðlum á sínum tíma. Atuagagdliutit/Tímarit.is Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma. Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira
Ný heimildamyndaröð Danska ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir heimildamyndaröð þar sem farið er yfir feril danska ferðafrömuðarins Simons Spies sem var einn af frumkvöðlum þess að norrænn almenningur tók að streyma til Spánarstranda á 6. áratug síðustu aldar. Þúsundir Íslendinga hafa ferðast á hans vegum á suðrænar slóðir á síðustu áratugum og ferðaskrifstofan með hans nafni er enn stærsta ferðaskrifstofa Danmerkur. Simon Spies var litríkur karakter, hann hafði einstakt lag á að koma sér í fjölmiðla og auglýsa sig þannig ókeypis enda er honum eignuð setningin: „Illt umtal er betra en ekkert umtal.“ Í þessari nýju heimildamyndaröð er þó dregin upp öllu óvægnari mynd af manninum, og þar birtist í raun ófreskja í mannsmynd. „Morgenbolledamerne“ Í þáttunum kemur fram að Spies hélt úti heilum her ungra stúlkna, allt niður í 15 ára aldur, sem voru kallaðar manna á milli innan sem utan fyrirtækisins „morgenbolledamer“, sem upp á íslensku gæti hreinlega snarast sem „morgundráttardömurnar“, ef litið er framhjá orðaleiknum um morgunbollurnar. Ein kvennanna, sem síðar leiddist út í vændi og eiturlyfjaneyslu, lýsir manninum sem hreinræktuðum sadista í þáttunum, hann hafi verið sadisti sem hefði ekki hikað við að handleggsbrjóta stúlkurnar ef þær leyfðu honum það og svo greitt þeim 10.000 krónur fyrir. Í þáttunum er rætt við nokkrar þessara kvenna, sem þurftu ætíð að vera til taks þegar forstjórinn kallaði. Margar þeirra hafa átt ömurlega ævi, leiðst út í vændi og eiturlyfjaneyslu og sumar látist langt fyrir aldur fram. Krefjast afsökunarbeiðni Þær segja frá þessari ömurlegu reynslu sinni, og lýsa viðurstyggilegri persónu sem lét sig tilfinningar og líðan annars fólks sig engu varða. Þær og ættingjar látinna kvenna krefjast þess að eigendur Spies ferðaskrifstofunnar biðji þær og allar þær konur sem Spies níddist á í lifanda lífi, afsökunar á þeirri meðferð sem þær máttu þola af hálfu stofnanda fyrirtækisins. Eigendur Spies hafa ekki viljað verða við þeirri kröfu, segja að það sem gerst hafi fyrir tugum ára hafi ekkert að gera með grunngildi fyrirtækisins í dag, en fordæma þá meðferð sem þessar ungu stúlkur máttu þola á sínum tíma.
Danmörk MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Sjá meira