Sígarettufilterar - einn mesti mengunarvaldur heims Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 28. ágúst 2022 14:31 Armin Weigel/GettyImages Talið er að fjórum og hálfu tonni af sígarettufilterum sé kastað árlega. Stór hluti þeirra endar í hafinu með banvænum afleiðingum. Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf. Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Eitt stærsta vandamálið á 8.000 km langri strandlengju Spánar eru sígarettustubbar. Þeir eru út um allt í sandinum og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að ímynda sér hvar þeir enda. Í sjónum auðvitað. Spænsk stjórnvöld skera upp herör Spænsk stjórnvöld eru að reyna að skera upp herör gegn þessari óværu og í vor voru samþykkt lög í spænska þinginu sem heimila sveitastjórnum að banna reykingar á ströndum og beita sektum, allt að 2.000 evrum. Enn eru reykingar þó aðeins bannaðar á 550 af 3.000 ströndum Spánar. Sígarettufilterar valda mikilli mengun. Ekki síst fyrir þá sök að þeir eru að stórum hluta úr plasti, eða plasttrefjum. Plastið er óniðurbrjótanlegt og þar að auki eru filterarnir fullir af lífshættulegum efnum, sem skaða vistkerfið í hafinu, en í tóbaksreyk eru 7.000 efnasambönd, þar af um 70 sem eru krabbameinsvaldandi. Rannsóknir hafa sýnt að fiskur sem lifir í vatni sem er mengað sígarettufilterum, vex allt að helmingi hægar en fiskur sem syndir í hreinu vatni. Vilja banna sígarettufiltera Umhverfisverndarsamtök hafa verið að breyta um stefnu gagnvart þessum skaðvaldi og beina sjónum sínum nú í ríkari mæli að uppsprettu vandans, tóbaksfyrirtækjunum. Samtökin reyna nú að fá stjórnvöld til þess hreinlega að banna sígarettufiltera. Því til stuðnings benda þau á rannsóknir sem sýna að trú manna á að sígarettur með filter séu hættuminni en sígarettur án filters er trú byggð á sandi. Jafnvel þvert á móti. Filterinn var einfaldlega settur á á 6. áratug síðustu aldar til að telja fólki trú um að það drægi úr hættunni á krabbameini. Ekkert sé fjær sannleikanum, ef eitthvað er þá auki filterinn til að mynda hættuna á kirtilkrabbameini þegar reykingamaðurinn sjúgi vindlinginn fastar og af meiri áfergju en ella. Þannig að það má jafnvel segja að sígarettan sé á hraðri leið til uppruna síns, fyrst voru bragðefnin bönnuð og nú er það filterinn. Og að endingu hugsanlega sígarettan sjálf.
Heilbrigðismál Umhverfismál Áfengi og tóbak Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira