Innlent

Bein útsending: Ávarp Katrínar Jakobsdóttur á flokkráðsfundi

Eiður Þór Árnason skrifar
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Vilhelm

Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fer fram um helgina í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og mun Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins flytja ávarp á þinginu í dag klukkan 14:20. Hægt verður að fylgjast með erindi hennar í spilaranum hér fyrir neðan.

Flokksráð hefur æðsta vald í öllum málefnum Vinstri grænna á milli landsfunda. Félagar VG, svæðisfélög og stjórn geta sent inn ályktunartillögur sem eru teknar til umræðu og atkvæðagreiðslu á flokksráðsfundi.

Að loknu ávarpi Katrínar verða þær ályktanir og tillögur sem lagðar hafa verið fram kynntar og þær síðan teknar til umræðu á morgun. Flokksráð VG mynda aðalmenn í stjórn, þingmenn og sveitarstjórnarfulltrúar hreyfingarinnar, formenn kjördæmisráða, formenn svæðisfélaga og fulltrúar ungliðahreyfingar flokksins og Eldri vinstri grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×