Margt sem ekki rímar við ævisögu Jóns eldklerks í nýrri bók Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. ágúst 2022 15:41 Jón Kristinn Einarsson segir útgáfuhófið hafa gengið vonum framar en bók hans hefur verið í bígerð í rúm tvö ár. Vísir/Ólafur Andi Jóns Steingrímssonar eldklerks sveif yfir vötnum í Gunnarshúsi á fimmtudagskvöld síðastliðið. Húsfylli af söguþyrstu fólki var mætt þar á útgáfuhóf ungs sagnfræðings, Jóns Kristins Einarssonar, sem kynnti nýja bók í útgáfu Sögufélagsins: Jón Steingrímsson og Skaftáreldar. Þar vinnur Jón Kristinn upp úr samtímaheimildum frá 18. öld til að varpa nýju ljósi á svaðilför Jóns eldklerks og neyðarhjálp danskra stjórnvalda í kjölfar hamfaranna. „Þessi bók er rannsókn á máli sem Jóns Steingrímssonar lendir í þarna sumarið 1784, þegar honum er falið af stiftamtmanni að flytja, fótgangandi, innsiglaðan böggul með sex hundruð ríkisdölum til Víkur í Mýrdal. Sú fjárveiting er í raun styrkur frá danska ríkinu vegna Skaftárelda. Böggullinn er síðan opnaður á leiðinni og úr honum dreift fé og um leið komast Jón og aðrir embættismenn í vandræði,“ segir Jón Kristinn í samtali við fréttastofu. Jón Kristinn kynnir bókina og prentaðar lýsingar séra Jóns og annarra á Skaftáreldum auk nokkurra bréfa sem veita innsýn í samskipti manna sumarið 1784.vísir/ólafur Svaðilför og átök við Dani í nýju ljósi Skaftáreldar, eldgos sem hófst 8. Júní árið 1783 og stóð fram í febrúar 1874, eru sennilega verstu hamfarir Íslandssögunnar. Í móðuharðindunum í kjölfar gossins, þar sem móða og eiturgufa lagðist yfir landið, fækkaði Íslendingum um tíu þúsund, úr 49 þúsund í 39 þúsund þremur árum síðar. Móðan dreifðist raunar alla leið til Asíu og í kjölfar goss var jafnframt mikill uppskerubrestur, búpeningur dó og landfarsótt og bólusótt herjuðu á landann. En aftur að Jónunum tveimur. Jón Kristinn kveðst vinna ritið upp úr áður ónýttum heimildum og þannig varpa nýju ljósi á för nafnans. Í bókinni er átökum fulltrúa dönsku miðstjórnarinnar og íslensku embættismannanna lýst. Jón Steingrímsson skrifaði sjálfsævisögu sína á árunum eftir gos og er það rit að einhverju leyti varnarrit fyrir sinn þátt í málinu. „Mér fannst fullt tilefni til að gaumgæfa samtímaheimildir og komast að því hvað raunverulega gerðist. Það er ýmislegt sem kemur fram í ævisögunni sem ekki passar við þessar heimildir frá sumrinu 1784; bréf, erindisbréf, kvittanir og fleira sem ríma ekki alveg við frásögnina Jóns. Það má því segja að það sé kominn nýr vinkill hérna.“ Jón áritaði bækur í anddyri Gunnarshúss langt fram eftir kvöldi.Vísir/Ólafur Frábær stemning og góðar viðtökur Bókin er að stofninum til unnin upp úr BA ritgerð Jóns við útskrift frá HÍ árið 2020. Már Jónsson sagnfræðiprófessor leiðbeindi Jóni þá og hefur umsjón með veglegum heimildarviðauka í bókinni. Um þessar mundir er Jón að ljúka við meistararitgerð sína við Columbia háskóla í New York en áætluð útskrift þaðan er í október næstkomandi. Sú ritgerð fjallar um afnám þrælavörslunnar í dönskum nýlendum og opinbera umræðu um þrælaverslun á árunum fyrir þá ákvörðun. „Það er aldrei að vita hvort ný bók fæðist úr því riti,“ segir Jón Kristinn. Eins og áður segir var fullt út að dyrum á útgáfuhófinu í Gunnarshúsi. Bókin hefur að auki fengið góð viðbrögð, Hallgrímur Helgason rithöfundur segir verkið gríðarvel unnið og mikinn feng. Hallgrímur vandar Dönum þó ekki kveðjurnar: „Guð blessi Ísland bara… Dönum var aldrei meira en sama um okkur,“ segir Hallgrímur en Jóni Kristni finnst erfitt að taka að öllu leyti undir það. „Ég held nú að fólk hafi verið af vilja gert til að hjálpa okkur en það eru þessar erfiðu samgöngur og mikla fjarlægð sem gerir þetta snúið. Það var miklu fé safnað til að hjálpa okkur en þessir menn sem ræða þetta höfðu aldrei komið hingað.“ Í Gunnarshúsi stalst blaðamaður til þess að smella myndum af nokkrum viðstöddum: Sonja Dögg Pálsdóttir, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, Björg Aðalheiður Jónsdóttir og Kristján Jónssonvísir/Ólafur Kristján Daði Finnbjörnsson, Jón Kristinn Einarsson og Viðar Þór Sigurðsson.vísir/ólafur Magnús Hrafn Einarsson og Agnes Lífvísir/ólafur Hafdís Kristjánsdóttir, Kjartan Þórsson, Anna Marín Þórsdóttir, Bryndís Þórsdóttir og Þór Ægissonvísir/Ólafur Viðar Þór Sigurðsson, Kristján Daði Finnbjörnsson, Orri Fannar Þórisson og Júlí KarlssonVísir/Ólafur Ragnhildur Björt Björnsdóttir, Una Haraldsdóttir og Ari Páll Karlsson.Vísir/Ólafur Bókmenntir Bókaútgáfa Náttúruhamfarir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
„Þessi bók er rannsókn á máli sem Jóns Steingrímssonar lendir í þarna sumarið 1784, þegar honum er falið af stiftamtmanni að flytja, fótgangandi, innsiglaðan böggul með sex hundruð ríkisdölum til Víkur í Mýrdal. Sú fjárveiting er í raun styrkur frá danska ríkinu vegna Skaftárelda. Böggullinn er síðan opnaður á leiðinni og úr honum dreift fé og um leið komast Jón og aðrir embættismenn í vandræði,“ segir Jón Kristinn í samtali við fréttastofu. Jón Kristinn kynnir bókina og prentaðar lýsingar séra Jóns og annarra á Skaftáreldum auk nokkurra bréfa sem veita innsýn í samskipti manna sumarið 1784.vísir/ólafur Svaðilför og átök við Dani í nýju ljósi Skaftáreldar, eldgos sem hófst 8. Júní árið 1783 og stóð fram í febrúar 1874, eru sennilega verstu hamfarir Íslandssögunnar. Í móðuharðindunum í kjölfar gossins, þar sem móða og eiturgufa lagðist yfir landið, fækkaði Íslendingum um tíu þúsund, úr 49 þúsund í 39 þúsund þremur árum síðar. Móðan dreifðist raunar alla leið til Asíu og í kjölfar goss var jafnframt mikill uppskerubrestur, búpeningur dó og landfarsótt og bólusótt herjuðu á landann. En aftur að Jónunum tveimur. Jón Kristinn kveðst vinna ritið upp úr áður ónýttum heimildum og þannig varpa nýju ljósi á för nafnans. Í bókinni er átökum fulltrúa dönsku miðstjórnarinnar og íslensku embættismannanna lýst. Jón Steingrímsson skrifaði sjálfsævisögu sína á árunum eftir gos og er það rit að einhverju leyti varnarrit fyrir sinn þátt í málinu. „Mér fannst fullt tilefni til að gaumgæfa samtímaheimildir og komast að því hvað raunverulega gerðist. Það er ýmislegt sem kemur fram í ævisögunni sem ekki passar við þessar heimildir frá sumrinu 1784; bréf, erindisbréf, kvittanir og fleira sem ríma ekki alveg við frásögnina Jóns. Það má því segja að það sé kominn nýr vinkill hérna.“ Jón áritaði bækur í anddyri Gunnarshúss langt fram eftir kvöldi.Vísir/Ólafur Frábær stemning og góðar viðtökur Bókin er að stofninum til unnin upp úr BA ritgerð Jóns við útskrift frá HÍ árið 2020. Már Jónsson sagnfræðiprófessor leiðbeindi Jóni þá og hefur umsjón með veglegum heimildarviðauka í bókinni. Um þessar mundir er Jón að ljúka við meistararitgerð sína við Columbia háskóla í New York en áætluð útskrift þaðan er í október næstkomandi. Sú ritgerð fjallar um afnám þrælavörslunnar í dönskum nýlendum og opinbera umræðu um þrælaverslun á árunum fyrir þá ákvörðun. „Það er aldrei að vita hvort ný bók fæðist úr því riti,“ segir Jón Kristinn. Eins og áður segir var fullt út að dyrum á útgáfuhófinu í Gunnarshúsi. Bókin hefur að auki fengið góð viðbrögð, Hallgrímur Helgason rithöfundur segir verkið gríðarvel unnið og mikinn feng. Hallgrímur vandar Dönum þó ekki kveðjurnar: „Guð blessi Ísland bara… Dönum var aldrei meira en sama um okkur,“ segir Hallgrímur en Jóni Kristni finnst erfitt að taka að öllu leyti undir það. „Ég held nú að fólk hafi verið af vilja gert til að hjálpa okkur en það eru þessar erfiðu samgöngur og mikla fjarlægð sem gerir þetta snúið. Það var miklu fé safnað til að hjálpa okkur en þessir menn sem ræða þetta höfðu aldrei komið hingað.“ Í Gunnarshúsi stalst blaðamaður til þess að smella myndum af nokkrum viðstöddum: Sonja Dögg Pálsdóttir, Sigríður Steinunn Axelsdóttir, Björg Aðalheiður Jónsdóttir og Kristján Jónssonvísir/Ólafur Kristján Daði Finnbjörnsson, Jón Kristinn Einarsson og Viðar Þór Sigurðsson.vísir/ólafur Magnús Hrafn Einarsson og Agnes Lífvísir/ólafur Hafdís Kristjánsdóttir, Kjartan Þórsson, Anna Marín Þórsdóttir, Bryndís Þórsdóttir og Þór Ægissonvísir/Ólafur Viðar Þór Sigurðsson, Kristján Daði Finnbjörnsson, Orri Fannar Þórisson og Júlí KarlssonVísir/Ólafur Ragnhildur Björt Björnsdóttir, Una Haraldsdóttir og Ari Páll Karlsson.Vísir/Ólafur
Bókmenntir Bókaútgáfa Náttúruhamfarir Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Brúðkaup ársins 2024 Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira