Modeste kom gestunum í Dortmund yfir eftir rétt rúmlega hálftíma leik og gestirnir fóru því með eins marks forystu inn í hálfleikinn.
Ekkert var skorað í síðari hálfleik og niðurstaðan þvó 0-1 sigur gestanna. Dortmund er því komið aftur á sigurbraut eftir ótrúlegt 2-3 tap gegn Werder Bremen í seinustu umferð þar sem liðsmenn Dortmund höfðu 2-0 forystu fram á 88. mínútu leiksins.
Dortmund er nú með níu stig eftir fjóra leiki í þýsku úrvalsdeildinni og liðið situr í fimmta sæti. Hertha Berlin situr hins vegar í 17. sæti deildarinnar með aðeins eitt stig.