Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir/arnar

Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands eru ósáttir við hvernig stjórnendur hafa tekið á meintu kynferðisbroti innan veggja skólans. Skólameistarinn hefur beðið nemendur að vanda sig í umræðum um málið. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.

Þá greinum við frá nýrri úttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkur á sjálfstætt starfandi leikskólum en þar eru gerðar alvarlegar athugasemdir við ársreikninga sumra skólanna. Arðgreiðslustefna gangi smám saman á eigiðfé skólanna. Borgarfulltrúi krefst inngrips. 

Við lítum einnig út fyrir landsteinana; tökum stöðuna á málum í Úkraínu sem og Pakistan, þar sem hamfaraflóð hafa orðið þúsund manns að bana. Við verðum svo í beinni frá stórtónleikum í blíðviðri í Elliðaárdalnum, heimsækjum álverið á Reyðarfirði sem fagnar tímamótum í dag og kynnum okkur það nýjasta í heimsendingarþjónustu á landinu. Allt þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×