Erlent

Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risa­eðlu sögunnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fornleifafræðingarnir telja beinin vera úr finngálkni.
Fornleifafræðingarnir telja beinin vera úr finngálkni. Háskólinn í Lissabon

Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu.

Talið er að risaeðlan sé af tegundinni brachiosaurus sauropod, oftast kölluð finngálkn á íslensku. Finngálkn voru stærstu dýr jarðar þegar þau voru uppi en þau gátu verið allt að 22 metrar að lengd og 47 tonn að þyngd.

Finngálkn gátu orðið allt að 22 metrar að lengd.Getty

Beinin fundust í bakgarði í borginni Pombal á Portúgal árið 2017 og hafa fornleifafræðingar unnið að uppgrefti þeirra síðan þá. Beinin sem um ræðir eru rifbein en að sögn Elisabete Malafaia, fornleifafræðings við Háskólann í Lissabon, þá er það ekki algengt að finna öll rifbein risaeðla líkt og gerðist þarna.

Margir kannast við finngálkn úr kvikmyndunum um Júragarðinn en þar voru dýrin fyrstu risaeðlurnar sem aðalpersónur fyrstu myndarinnar rákust á í garðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×