Kristófer: „Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 23:00 Kristófer Acox tróð boltanum af krafti og af svip andstæðingsins að dæma var það ekki vel þegið. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox var stórkostlegur á köflum í kvöld og átti lykilþátt í því að ná að sigla sigrinum heim í kvöld. Hann stal boltanum þegar sex sekúndur voru eftir og það varð til þess m.a. að Ísland vann Úkraínu 91-88 í Ólafssal í kvöld. „Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
„Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Fleiri fréttir Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00