Kristófer: „Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir“ Árni Jóhansson skrifar 27. ágúst 2022 23:00 Kristófer Acox tróð boltanum af krafti og af svip andstæðingsins að dæma var það ekki vel þegið. Vísir / Hulda Margrét Kristófer Acox var stórkostlegur á köflum í kvöld og átti lykilþátt í því að ná að sigla sigrinum heim í kvöld. Hann stal boltanum þegar sex sekúndur voru eftir og það varð til þess m.a. að Ísland vann Úkraínu 91-88 í Ólafssal í kvöld. „Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“ HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Ég var frekar smeykur því ég var ekki inn í play-inu. Þeir taka skot og Arnar ætlar að ná í frákastið og ég næ að lauma mér á bakvið manninn, sem ég held að hafi ekki séð mig. Þetta var smá heppni þar sem ég náði að lesa þetta. Klikkað play og Elvar náði að klára þetta á línunni hinumegin“, sagði Kristófer þegar hann var beðinn um að lýsa stuldinum hans í lokasókn Úkraínu. Sigur Íslands var samt engin heppni þar sem mikið var lagt í hann orkulega séð. „Við byrjuðum svolítið brösulega, við vorum hægir í gang, þegar orkan kom fengum við augnablikið með okkur snemma í öðrum leikhluta. Við héldum því síðan bara áfram í seinni hálfleik og sigldum þessu heim.“ Hann var spurður út hvort það væri enginn beygur í þeim að spila við þekkt nöfn úr körfubolta heiminum því íslenska liðið keyrði á það úkraínska. „Við kunnum alveg að spila körfubolta og erum með fullt af góðum leikmönnum. Ef við spilum sem heild þá skiptir það eiginlega engu máli, eða jú það skiptir máli á móti hverjum við spilum, en við vissum að ef við verndum heimavöllinn þá skiptir engu máli hverjum við mætum. Við mætum til að sigra.“ Hann og fleiri skiluðu miklu framlagi í leiknum á mismunandi augnablikum. Hann var beðinn um að ræða þá staðreynd. „Við erum með mjög marga góða leikmenn í mörgum stöðum. Allir 12 á skýrslu geta spilað og við erum alltaf með fimm góða leikmenn á vellinum. Þegar við náum að spila sem lið þá erum við drullugóðir. Það er erfitt að eiga við okkur.“ Að lokum var Kristófer beðinn um að meta möguleika liðsins á því að komast á HM í körfubolta á næsta ári. „Við erum í dauðafæri. Við erum að slást við Georgíu og það er risagluggi í nóvember og við þurfum að halda okkur í formi og halda okkur heilum. Við förum í þessa leiki til að sigra. Þá er þetta kannski ekki komið en þá er þetta komið langleiðina.“
HM 2023 í körfubolta Körfubolti Landslið karla í körfubolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Úkraína 91-88 | Frábær sigur Íslendinga eftir framlengingu Ísland vann Úkraínu 91-88 eftir framlengdan háspennuleik í Ólafssal fyrr í kvöld. Ísland vann sig inn í leikinn og með góðum varnarleik var sigri siglt heim. Þær voru margar hetjurnar í kvöld. Þetta er gott fyrir stöðuna í riðlinum okkar. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg 27. ágúst 2022 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum