Slasaði hjólreiðamaðurinn undirgekkst aðgerð í nótt Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2022 11:24 Keppendur hjóluðu niður bratta braut í Úlfarsfelli í Mosfellssveit. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem slasaðist alvarlega í reiðhjólakeppni á Úlfarsfelli í gær fór í aðgerð í nótt og liggur enn á Landspítalanum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús í gær en talið var að áverkar mannsins væru þess eðlis að ekki væri öruggt að flytja hann með sjúkrabíl. Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu og þáðu um fjörutíu manns áfallahjálp frá Rauða krossinum eftir slysið. Umrædd hjólreiðakeppni var á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur en um var að ræða bikarmót í svokölluðu fjallabruni eða „downhill“ hjólreiðum þar sem keppendur hjóluðu niður mjög bratta og grýtta braut sem liggur niður Úlfarsfell. Mótsstjóri hjólreiðamótsins hefur ekki viljað tjá sig um slysið og ekki hafa verið veittar upplýsingar um áverka mannsins. Hugur þeirra hjá manninum og aðstandendum Hjólreiðafélag Reykjavíkur er eitt að undirfélögum Hjólreiðasambands Íslands. Bjarni Már Svavarsson, formaður sambandsins, segist þekkja lítið til málsins en að hugur stjórnarinnar sé hjá þeim sem lenti í slysinu og aðstandendum hans. „Þetta var bara slys og ekkert við mótshald eða neitt slíkt sem hefði getað komið í veg fyrir þetta slys. Þetta eru aðstæður sem keppendur þekkja og þeir vita hvað þeir eru að fara í þessir „downhill“ hjólarar. Það er ekkert í framkvæmd mótsins eða neitt svoleiðis sem gat komið í veg fyrir þetta.“ Bjarni þekkir ekki hvernig slysið bar að eða hvers konar aðgerð maðurinn undirgekkst í nótt. „Hann er sem betur fer lifandi og það er bara verið að reyna að bjarga því sem hægt er að bjarga.“ Hjólreiðar Landhelgisgæslan Mosfellsbær Tengdar fréttir Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fjöldi fólks varð vitni að atvikinu og þáðu um fjörutíu manns áfallahjálp frá Rauða krossinum eftir slysið. Umrædd hjólreiðakeppni var á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur en um var að ræða bikarmót í svokölluðu fjallabruni eða „downhill“ hjólreiðum þar sem keppendur hjóluðu niður mjög bratta og grýtta braut sem liggur niður Úlfarsfell. Mótsstjóri hjólreiðamótsins hefur ekki viljað tjá sig um slysið og ekki hafa verið veittar upplýsingar um áverka mannsins. Hugur þeirra hjá manninum og aðstandendum Hjólreiðafélag Reykjavíkur er eitt að undirfélögum Hjólreiðasambands Íslands. Bjarni Már Svavarsson, formaður sambandsins, segist þekkja lítið til málsins en að hugur stjórnarinnar sé hjá þeim sem lenti í slysinu og aðstandendum hans. „Þetta var bara slys og ekkert við mótshald eða neitt slíkt sem hefði getað komið í veg fyrir þetta slys. Þetta eru aðstæður sem keppendur þekkja og þeir vita hvað þeir eru að fara í þessir „downhill“ hjólarar. Það er ekkert í framkvæmd mótsins eða neitt svoleiðis sem gat komið í veg fyrir þetta.“ Bjarni þekkir ekki hvernig slysið bar að eða hvers konar aðgerð maðurinn undirgekkst í nótt. „Hann er sem betur fer lifandi og það er bara verið að reyna að bjarga því sem hægt er að bjarga.“
Hjólreiðar Landhelgisgæslan Mosfellsbær Tengdar fréttir Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34 Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Vitni að slysinu fengu áfallahjálp Vitni að hjólreiðaslysinu á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ í dag fengu áfallahjálp frá Rauða krossinum. Maður slasaðist alvarlega í slysinu en hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús um hádegisbilið í dag. 27. ágúst 2022 19:34
Fluttur með þyrlu eftir að hann slasaðist í hjólreiðakeppni Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti slasaðan hjólreiðamann á sjúkrahús rétt eftir hádegi í dag. Maðurinn slasaðist í hjólreiðakeppni á Úlfarsfelli í Mosfellsbæ. 27. ágúst 2022 14:52