„Þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. ágúst 2022 21:06 Tamás segir fyrirtækið sem hann starfaði hjá ekki ætla að greiða honum veikindadaga sem hann eigi rétt á. Vísir/Steingrímur Dúi Ungverskur maður sakar fyrrverandi vinnuveitanda sinn um að hafa af sér á annað hundrað þúsund krónur í vangreiddum veikindadögum. Fyrirtækið skráði hann ekki í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans þess efnis. Launaþjófnaður sem þessi getur hlaupið á milljónum króna, að sögn ASÍ. Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“ Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Tamás Albeck er frá Ungverjalandi, og kom hingað til lands síðasta sumar, til að starfa á hóteli á Vestfjörðum. Eftir síðasta sumar færði hann sig um set og lét nýlega af störfum hjá verktakafyrirtæki sem hann hafði verið hjá síðan í október. Að læknisráði var hann frá vinnu um stund, en fyrirtækið hefur ekki viljað greiða honum þá veikindadaga sem bæði hann og stéttarfélag hans segja hann eiga rétt á. „Svo þetta veikindaleyfi fer í súginn og ég hef enga peninga. Ég vil berjast gegn þessu, fyrir réttindum mínum.“ Tamás segir vinnuveitanda sinn þá ekki hafa greitt í stéttarfélag, þrátt fyrir óskir hans um að vera skráður í verkalýðsfélagið Hlíf. Stéttarfélagið hefur engu að síður verið honum innan handar við að fá úrlausn sinna mála, ásamt ASÍ. „Svo ég þakka kærlega fyrir þetta og ég vil taka þátt í því. Frá september verð ég félagi í þessu verkalýðsfélagi.“ Í samtali við fréttastofu í vikunni sagði verkefnastjóri hjá vinnueftirliti ASÍ að launaþjófnaðarmálum færi fjölgandi. Stéttarfélagið áætlar að Tamas eigi inni á annað hundrað þúsund króna hjá fyrrverandi vinnuveitanda sínum, en í sumum málum hleypur tjón starfsfólks á milljónum króna. Tamás hefur heyrt af sams konar málum hjá samlöndum sínum, til að mynda að yfirvinna hafi ekki verið greidd út. Þrátt fyrir að standa í stappi við fyrrverandi vinnuveitanda sinn er Tamás ekki á förum frá Íslandi. „Þegar ég kom fyrst til Vestfjarða var það dásamlegt. Ég hafði átt í miklum erfiðleikum í Ungverjalandi vegna þunglyndis en Ísland læknar mig. Það er eins og himnaríki fyrir mig.“
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31 Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Taka þurfi á launaþjófnaði af meiri festu en hingað til Félagsmálaráðherra segir unnið að því að setja skýrari lagaramma um launaþjófnað, en samstaða hafi ekki náðst um aðgerðir meðal aðila vinnumarkaðarins. Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila. 26. ágúst 2022 13:31
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56