Innlent

Meintur ís­björn reyndist vera selur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dýrið reyndist vera útselur sem sést hefur til í Hornvík upp á síðkastið.
Dýrið reyndist vera útselur sem sést hefur til í Hornvík upp á síðkastið. Getty

Ferðamenn í Hornvík tilkynntu lögreglunni á Vestfjörðum að þau töldu sig hafa séð ísbjörn á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðinu en meinti ísbjörninn var líklegast hvítur útselur.

Lögreglunni barst tilkynningin rétt fyrir klukkan þrjú í dag og óskaði í kjölfar þess eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar sem sendi þyrlu á svæðið. Áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns á Ísafirði var einnig kölluð út.

Lögregla ræddi við þá sem tilkynntu um björninn á meðan flogið var yfir Hornvík en enginn ísbjörn fannst. Lögreglan telur að dýrið hafi verið stór, hvítur útselur sem hefur sést í Hornvík undanfarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×