Vill auka samtal milli sveitarfélaganna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 14:18 Heiða Björg Hilmisdóttir, nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Heiða Björg Hilmisdóttir borgarfulltrúi var í dag kjörin nýr formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Heiða mun taka við starfinu af Aldísi Hafsteinsdóttur á landsþingi SÍS í lok septembermánaðar. Hún segist spennt að taka við starfinu en mörg verkefni blasi við. Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“ Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Kosning formanns fór fram dagana 15. til 29. ágúst og niðurstöðurnar kynntar í dag. Á kjörskrá voru 152 landsþingsfulltrúar og greiddu rúm 98 prósent þeirra atkvæði. Heiða Björg hlaut 76 atkvæði, eða 51 prósent, en Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlaut 73 atkvæði, eða tæp 49 prósent. „Mín fyrstu viðbrögð eru auðvitað bara auðmýkt og þakklæti fyrir það að mér sé treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni. Samband íslenskra sveitarfélaga er auðvitað talsmaður allra sveitarfélaga í landinu og gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki. Ég hlakka til að takast á við þær áskoranir sem verkefninu fylgja og fer auðmjúk og þakklát inn í það,“ segir Heiða Björg í samtali við fréttastofu. Mörg stór verkefni blasi við en fjármálastaða sveitarfélganna sé eitt af þeim. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir Ísland að sveitarfélögin séu sterk og burðug til þess að við getum veitt þessa góðu þjónustu sem íbúar eiga bæði rétt á og eiga skilið. Við verðum líka að fjárfesta þannig að fólk geti valið sér búsetu um allt land, að öll sveitarfélögin séu að byggja upp,“ segir Heiða Björg. Þá vilji hún leggja áherslu á aukið samstarf og samtal milli sveitarfélaganna. „Ef við tölum meira saman, eigum meira samtal og samstarf þá held ég að þetta frábæra fólk sem er í sveitarstjórnum um allt land geti komið fram með margar lausnir sem við erum kannski ekki að sjá akkúrat núna.“ Þá þurfi að koma á jafnvægi á eilífðartogstreitu milli ríkis og sveitarfélaga hvar hlutverkaskiptingin milli þeirra liggi. „Ríkið og sveitarfélögin hafa nákvæmlega sömu hagsmuni. Við viljum öll að íslenskt samfélag sé samkeppnishæft miðað við útlönd. Við viljum að fólki líði vel á Íslandi og því heilsist vel og það geti valið sér búsetu. Við viljum jafna kjör og aðstæður fólks,“ segir Heiða Björg. „Við hljótum að geta fundið út úr því sameiginlega hvernig því er best fyrir komið og hver á að borga hvað. Við hljótum að geta hætt þessu eilífa karpi um fjármálin og snúið okkur meira að verkefnunum. Það væri óskandi og ég mun leggja mig fram um að reyna að koma með einhverjar lausnir þar inn svo við getum gert það.“
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Heiða Björg marði sigur á Rósu í formannsslag Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúi, verður næsti formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosning fór fram undanfarnar tvær vikur en aðeins munaði þremur atkvæðum á formannsefnunum. 29. ágúst 2022 12:18