Frökkum ber að tilkynna sundlaugar til yfirvalda, þar sem þær auka virði eigna og eiga þannig að leiða til hækkunar á fasteignaskatti. Fólk virðist hins vegar misduglegt að sinna tilkynningaskyldunni.
Til að bregðast við þessu notuðu yfirvöld hugbúnað þróaðan af Google og franska ráðgjafarfyrirtækinu Capgemini, sem leitaði að sundlaugum á gervihnattamyndum af níu héruðum í október 2021.
Nú segja skattayfirvöld að það standi til að nota hugbúnaðinn á landsvísu og þá er í skoðun að nota hann einnig til að finna aðrar framkvæmdir á borð við viðbyggingar, garða og garðskála, sem einnig spila inn í útreikning fasteignaskatta.
Fyrst þarf þó að tryggja að hugbúnaðurinn flaggi ekki aðrar „byggingar“ á borð við barna- eða hundakofa.
Árið 2020 voru 3,2 milljónir einkasundlaugar skráðar í Frakklandi. Tvísýnt er um fjölgun þeirra en það er í umræðunni að banna byggingu nýrra sundlauga, vegna mikils vatnsskorts.