Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband: Myrkur og vel valin augnablik Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 12:00 Tónlist Árnýjar Margrétar hefur vakið athygli út fyrir landsteina. Anna Maggý Rísandi stjarnan Árný Margrét frumsýnir tónlistarmyndband við lagið The world is between us hér á Lífinu á Vísi. Myndbandinu er leikstýrt af Erlendi Sveinssyni en það er tekið á 16 millimetra filmu og eyddi tökuhópurinn fimm dögum fyrir vestan á Ísafirði, heimabæ Árnýjar, að skjóta það. Hér má sjá myndbandið: Árný Margrét er alin upp á Ísafirði skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Independent Records og hefur spilað á tónlistarhátíðum út fyrir landsteinana á borð við Newport Folk Festival ásamt því að hafa hitað upp fyrir tónlistarmennina Passenger, Leif Vollebekk, Blake Mills og fleiri. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að fá smá innsýn í hennar skapandi hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvaðan sækir þú innblástur í tónlistinni? Ég sæki innblástur í allt sem er í kringum mig, veðrið, umhverfið, fólk sem ég þekki og þekki ekki, lög og tónlistarmenn. Stundum heyri ég bara eitthvað fallegt orð sem ég vil nota. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvernig gekk að taka upp þetta tónlistarmyndband og hvað stendur upp úr í ferlinu? Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli, Icelandair hafði samband við okkur og voru mjög spennt yfir þessu verkefni. Þau voru tilbúin í nánast hvað sem er, maður fann fyrir viljanum og hvað þau voru til í að gera þetta vel, sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Við Erlendur Sveinsson leikstjóri unnum svo hugmyndina svolítið saman og úr varð þetta myndband. Það sem stendur upp úr fyrir mig er allt tökuferlið og dagarnir fyrir vestan. Við keyrðum vestur í samfloti því fluginu var aflýst. Hittumst í myrkrinu á morgnana og kláruðum í myrkrinu á kvöldin. Mikill snjór og ótrúlega kalt. En það gekk allt ótrúlega vel og við unnum mjög vel saman sem hópur. Líka öðruvísi að fá að taka upp myndband á filmu, maður velur augnablikin betur, það er einhver fegurð í því. Allt tökuferlið stendur upp úr hjá Árnýju Margréti.Anna Maggý Hvað er á döfinni? Ég er að fara gefa út LP plötuna They only talk about the weather núna í október. Annars eru einhverjar tónleikaferðir á plani, Iceland Airwaves og svo bara að taka upp næstu plötu. Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 „Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01 Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá myndbandið: Árný Margrét er alin upp á Ísafirði skrifaði undir samning við útgáfufyrirtækið One Little Independent Records og hefur spilað á tónlistarhátíðum út fyrir landsteinana á borð við Newport Folk Festival ásamt því að hafa hitað upp fyrir tónlistarmennina Passenger, Leif Vollebekk, Blake Mills og fleiri. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að fá smá innsýn í hennar skapandi hugarheim. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvaðan sækir þú innblástur í tónlistinni? Ég sæki innblástur í allt sem er í kringum mig, veðrið, umhverfið, fólk sem ég þekki og þekki ekki, lög og tónlistarmenn. Stundum heyri ég bara eitthvað fallegt orð sem ég vil nota. View this post on Instagram A post shared by Arny Margret (@arnymargretmusic) Hvernig gekk að taka upp þetta tónlistarmyndband og hvað stendur upp úr í ferlinu? Þetta var ótrúlega skemmtilegt ferli, Icelandair hafði samband við okkur og voru mjög spennt yfir þessu verkefni. Þau voru tilbúin í nánast hvað sem er, maður fann fyrir viljanum og hvað þau voru til í að gera þetta vel, sem ég er ótrúlega þakklát fyrir. Við Erlendur Sveinsson leikstjóri unnum svo hugmyndina svolítið saman og úr varð þetta myndband. Það sem stendur upp úr fyrir mig er allt tökuferlið og dagarnir fyrir vestan. Við keyrðum vestur í samfloti því fluginu var aflýst. Hittumst í myrkrinu á morgnana og kláruðum í myrkrinu á kvöldin. Mikill snjór og ótrúlega kalt. En það gekk allt ótrúlega vel og við unnum mjög vel saman sem hópur. Líka öðruvísi að fá að taka upp myndband á filmu, maður velur augnablikin betur, það er einhver fegurð í því. Allt tökuferlið stendur upp úr hjá Árnýju Margréti.Anna Maggý Hvað er á döfinni? Ég er að fara gefa út LP plötuna They only talk about the weather núna í október. Annars eru einhverjar tónleikaferðir á plani, Iceland Airwaves og svo bara að taka upp næstu plötu.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31 „Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01 Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frumflutningur á Vísi: Úrvalslið íslensks tónlistarfólks flytur Dýrð í dauðaþögn Tónlistarmaðurinn Ásgeir gaf út plötuna Dýrð í dauðaþögn fyrir tíu árum síðan og markaði það ákveðið upphaf af hans velgengni í heimi tónlistarinnar. Úrvalslið íslensks tónlistarfólks hefur nú gert eigin útgáfur af lögum plötunnar í nýrri endurútgáfu. Platan, sem ber nafnið Stór agnarögn, kemur út á helstu streymisveitur í næstu viku en er frumflutt hér á Vísi í dag. 12. ágúst 2022 11:31
„Mér finnst gott að fjalla um veðrið“ Fyrir stuttu kom út lagið Cold Aired Breeze en lagið er fyrsta smáskífan af frumraun Árnýjar Margrétar í fullri lengd, plötunni They Only Talk About the Weather, sem kemur út á vegum One Little Independent þann 21. október nk. 12. júlí 2022 16:01
Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. 28. október 2021 07:00