Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínumenn eiga sextán HIMARS-eldflaugakerfi. Rússar segjast hafa grandað fjölmörgum þeirra en bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja það kolrangt. Rússar hafa þó gert árásir á tálbeitur sem látnar eru líta út fyrir að vera HIMARS. Getty/Anastasia Vlasova Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent