Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Telma Tómasson les.
Telma Tómasson les.

Jafnvel þótt mannkynið hætti allri losun gróðurhúsalofttegunda í dag er ekki hægt að afstýra auknum hamförum vegna loftlagsbreytinganna. Íslendingar verða eins og aðrar þjóðir að aðlaga sig þessum raunveruleika að mati veðurstofustjóra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Menningar- og viðskiptaráðherra hafnar gagnrýni á skipan nýs þjóðminjavarðar og telur það hafa verið rétta ákvörðun að auglýsa ekki starfið. Ráðherra hefur verið sökuð um óvönduð vinnubrögð og gamaldags pólitík og við ræðum við þingmenn stjórnarandstöðunnar um málið í beinni útsendingu.

Aldrei hafa fleiri leitað til Stígamóta í fyrsta sinn en á síðasta ári og hátt í þriðjungur þeirra hafði orðið fyrir stafrænu kynferðisofbeldi. Óvenju hátt hlutfall gerenda var aðeins 14 til 17 ára þegar brotin voru framin. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Við förum einnig yfir nýjar hagtölur sem sýna að verðbólga er að minnka á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár, hittum atvinnukafara á Austurlandi og verðum í beinni útsendingu frá spilakvöldi áhugafólks um borðspil.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Hlusta má á kvöldfréttirnar í spilaranum hér að ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×