Krefjast 24 ára dóms yfir fyrrverandi blaðamanni fyrir landráð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 06:49 Ivan Safronov er ákærður fyrir landráð en hann segir þær trúnaðarupplýsingar, sem hann á að hafa lekið, hafa verið hægt að finna auðveldlega á veraldarvefnum. Getty/Sefa Karacan Ríkissaksóknari í Rússlandi hefur krafist þess að fyrrverandi blaðamaðurinn Ivan Safronov, sem hefur verið ákærður fyrir landráð, verði dæmdur í 24 ára fangelsi. Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler. Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Safronov fjallaði um hernaðarmál fyrir dagblöðin Vedomosti og Kommersant áður en hann var ráðinn sem aðstoðarmaður yfirmanns rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos. Hann starfaði þar í um tvo mánuði áður en hann var handtekinn í júlí 2020. Safronov hafnar ásökunum um að hann hafi ljóstrað upp um hernaðarleyndarmál um vopnasölu Rússlands í Mið-Austurlöndum og Afríku. Saksóknarar halda því fram að hann hafi lekið upplýsingum um vopnasöluna til Tékklands, sem er aðildarríki NATO, árið 2017 en hann starfaði þá sem blaðamaður. Fram kemur í frétt Reuters um málið að saksóknarar hafi tengt tékkneskan kunningja Safronovs í þessu samhengi en kunningi hans er blaðamaður sem hann kynntist í Moskvu árið 2010. Blaðamaðurinn umræddi stofnaði síðar veffréttamiðil sem Safronov hefur skrifað fyrir en Safronov segist aðeins hafa notað opinberar upplýsingar í skrifum sínum. Að sögn verjenda Safronovs fóru saksóknarar fram á 24 ára fangelsisdóm yfir honum eftir að hann hafnaði því að játa glæpinn gegn „aðeins“ tólf ára dómi. Þeir segja jafnframt að dómurinn hafi neitað að taka við nýbirtri blaðagrein sem sönnunargagni á mánudag. Í greininni, sem birt var á rússneska fréttamiðlinum Proekt, kemur fram að stóran hluta þeirra upplýsinga sem Safronov er sakaður um að hafa lekið til Tékklands hafi þegar verið hægt að finna á internetinu þegar greinar hans birtust. Dómur yfir Safronov verður kveðinn upp 5. september næstkomandi. Réttarhöldin yfir Safronov hafa skekið rússneskt samfélag og er litið á þau sem enn eina sönnun þess að grip stjórnvalda sé að herðast um alla kima samfélagsins. Frelsi fjölmiðla í landinu hefur skerst verulega undanfarna mánuði, frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst, en hefur farið minnkandi á undanförnum árum. Sjálfstæðir fjölmiðlar, eins og Novaya Gazeta og Dozhd, hafa flúið landið og haldið starfsemi úti erlendis. Þá var stjórnarandstæðingurinn Leonid Gozman handtekinn á mánudag fyrir að hafa brotið lög, sem voru innleidd í fyrra, sem banna samanburð á kommúnisma og nasisma. Hámarksrefsing við slíku broti er fimmtán ára fangelsi. Samkvæmt frétt Reuters var Gozman handtekinn vegna færslna á samfélagsmiðlum sem hann birti árið 2020 þar sem hann skrifaði að Stalín hafi verið verri en Hitler.
Rússland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53
Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina Á gamlársdag árið 1999, átta árum eftir fall Sovétríkjanna, tilkynnti þáverandi forseti rússneska sambandsríkisins, Boris Jeltsín, að hann hygðist skyndilega stíga til hliðar. Eftirmaður hans birtist í sjónvarpinu rétt fyrir miðnætti til að ávarpa þjóð sína en hann hafði fæstum verið kunnur þar til fimm mánuðum áður, í ágúst 1999, þegar hann hafði verið skipaður forsætisráðherra af Jeltsín. 16. mars 2022 09:01