Tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í fyrsta sinn í sjötíu ár Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2022 11:44 Elísabet Bretadrottning er 96 ára gömul. Þetta er í fyrsta sinn á valdatíð hennar sem hún tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Elísabet Bretadrottning mun ekki taka á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum og er það í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar. Þess í stað mun nýr forsætisráðherra, hvort sem það verður Liz Truss eða Rishi Sunak sem vinnur leiðtogakjör Íhaldsflokksins, ferðast til Skotlands þann 6. september og hitta drottninguna þar. Leiðtogakjörið fer fram þann 5. september. Þá mun Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra, einnig leggja land undir fót til að hitta drottninguna áður en hann hættir. Sem þjóðarleiðtogi Bretlands er það formlegt hlutverk drottningarinnar að skipa forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningar í Buckingham höll áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en nú verður það ekki svo. Ástæða þessa er bág heilsa Elísabetar, sem er 96 ára og hefur meðal annars átt erfitt með hreyfingu. Eru ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Drottningin er yfirleitt í Skotlandi á þessum árstíma. Undanfarna mánuði hefur hún, samkvæmt BBC, misst af nokkrum opinberum viðburðum vegna heilsukvilla. Hún missti til að mynda af setningu nýs þings og hluta hátíðarhalda vegna sjötíu ára valdasetu hennar. BBC segir enn fremur að samkvæmt sérfræðingum hafi það einungis einu sinni gerst áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem dó árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda. Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Leiðtogakjörið fer fram þann 5. september. Þá mun Boris Johnson, fráfarandi forsætisráðherra, einnig leggja land undir fót til að hitta drottninguna áður en hann hættir. Sem þjóðarleiðtogi Bretlands er það formlegt hlutverk drottningarinnar að skipa forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningar í Buckingham höll áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en nú verður það ekki svo. Ástæða þessa er bág heilsa Elísabetar, sem er 96 ára og hefur meðal annars átt erfitt með hreyfingu. Eru ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Drottningin er yfirleitt í Skotlandi á þessum árstíma. Undanfarna mánuði hefur hún, samkvæmt BBC, misst af nokkrum opinberum viðburðum vegna heilsukvilla. Hún missti til að mynda af setningu nýs þings og hluta hátíðarhalda vegna sjötíu ára valdasetu hennar. BBC segir enn fremur að samkvæmt sérfræðingum hafi það einungis einu sinni gerst áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem dó árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda.
Bretland Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira