„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Íslenskir stuðningsmenn vöktu verðskuldaða athygli á EM í Englandi í sumar. vísir/vilhelm Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira