Innlent

Eldur kviknaði í bíla­stæða­húsinu Stjörnu­port

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Dælubílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mættu á vettvang.
Dælubílar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins mættu á vettvang. Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í bílastæðahúsinu Stjörnuport við Laugaveg, tveir dælubílar voru sendir á vettvang.

Stefán Már Kristinsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir eldinn hafa verið rafmagnsbruna. „Kviknaði í ljósi þarna, myndaðist smá svartareykur og þetta leit illa út en var slökkt fljótlega og reykræst,“ segir Stefán.

Hann segir engan skaða hafa orðið en það hafi tekið nokkurn tíma að finna hvar upptök eldsins voru, það hafi tekist að lokum.

Stefán segir útkallið hafa borist slökkviliðinu klukkan 17:45 en viðbragðsaðilar hafi verið að ljúka við frágang klukkan 18:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×