Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 10:27 Mynd sem Steinunn Árnadóttir tók af einu hrossanna. Steinunn Árnadóttir Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu. Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Greint var frá málinu á Vísí í gær en Steinunn Árnadóttir íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún kveðst ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Í gær tjáði hún svo fréttastofu að eigendur væru að flytja hesta sína á annan stað og lögregla væri komin á staðinn. Ræddu við eigendur hrossanna Ásmundur Kr. Ásmundsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi staðfestir að hringt hafi verið í neyðarlínu klukkan 22:33 í gærkvöldi og lögreglu tilkynnt um flutninga á hestum við bæinn. Lögreglumenn hafi farið á staðinn og rætt við tilkynnanda. Þeir hafi svo farið á eftir fólkinu sem staðið hafi í hrossaflutningunum, verið að flytja eigin hesta í eitthvert tún, og rætt við það. Málið hafi verið bókað en lögregla ekkert aðhafst, enda ekki ólöglegt að flytja hesta. Lögregla sé þó meðvituð um málið. Ásmundur segir að dýrverndarsamtök hafi tilkynnt um illa meðferð á hrossum á bænum í ágúst. Þá hafi málið verið sett í ferli; Matvælastofnun (MAST) tilkynnt um það og dýraeftirlitsmaður sendur á staðinn. Málið sé þannig á forræði MAST og engin kæra vegna þess borist lögreglu á Vesturlandi. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST sagði í samtali við Vísi í gær að stofnunin hefði stjórn á málinu, sem sé þó á viðkvæmu stigi. Óljóst væri hverjar lyktir málsins yrðu.
Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57 „Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. 31. ágúst 2022 22:57
„Hestamenn í Borgarnesi eru allir lamaðir yfir þessu“ Íbúi í Borgarnesi segir nærsveitunga sína lamaða vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hún er ósátt við yfirvöld að grípa ekki inn í þrátt fyrir endurteknar ábendingar. Dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST segir málið í ferli hjá stofnuninni. 31. ágúst 2022 17:00