Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 12:48 Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi átt fund með borgarstjóra Lviv þann 20. apríl síðastliðinn og sendiherra Úkraínu á Íslandi þann 16. júní síðastliðinn þar sem þessi mál voru rædd. „Í framhaldi af umræðum í borgarráði sl.vor hefur borgarstjóri fundað með utanríkisráðherra um málið og utanríkisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi.“ Að ráðgjöf borgarlögmanns verði leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi, verða formlega orðin. Legið niðri síðan 2013 Dagur sagði í samtali við Vísi í mars síðastliðinn að hann útilokaði ekki að vinasamstarfinu yrði slitið. Benti hann þá einnig á að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hefði raunar legið niðri árum saman. Í ágúst 2013 vakti þannig athygli þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Fordæmdi árásina Í tilkynningu frá borginni nú segir að minnt sé á að borgarstjórn hafi sent frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars sl.: „Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.“ Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Reykjavík Borgarstjórn Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi átt fund með borgarstjóra Lviv þann 20. apríl síðastliðinn og sendiherra Úkraínu á Íslandi þann 16. júní síðastliðinn þar sem þessi mál voru rædd. „Í framhaldi af umræðum í borgarráði sl.vor hefur borgarstjóri fundað með utanríkisráðherra um málið og utanríkisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi.“ Að ráðgjöf borgarlögmanns verði leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi, verða formlega orðin. Legið niðri síðan 2013 Dagur sagði í samtali við Vísi í mars síðastliðinn að hann útilokaði ekki að vinasamstarfinu yrði slitið. Benti hann þá einnig á að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hefði raunar legið niðri árum saman. Í ágúst 2013 vakti þannig athygli þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Fordæmdi árásina Í tilkynningu frá borginni nú segir að minnt sé á að borgarstjórn hafi sent frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars sl.: „Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.“ Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44