Starfsmenn Þjóðminjasafns harma verklag Lilju Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 13:39 Harpa, nýskipaður þjóðminjavörður og Lilja sem skipaði hana án auglýsingar. Það hefur valdið verulegri óánægju; bæði er Lilja talin hafa forsmáð fræðin og brotið gegn góðum stjórnsýsluháttum með því að skipa í stöðuna án auglýsingar. stjr Enn ein yfirlýsingin hefur nú litið dagsins ljós þar sem skipan Lilju D. Alfreðsdóttur safnaráðherra á Hörpu Þórsdóttur sem nýjum þjóðminjaverði er fordæmd. Þannig liggur fyrir að Harpa er ekki að taka við stöðunni við ákjósanlegustu aðstæður. Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið. Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem tekið er undir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna skipunarinnar. Gagnrýnin beinist ekki að Hörpu „Starfsmannafélag Þjóðminjasafns Íslands tekur undir þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá fagfélögum og BHM á verklagi menningar- og viðskiptaráðuneytis við skipun þjóðminjavarðar þann 25.8.2022,“ segir í yfirlýsingunni sem er til þess að gera stutt en hana sendir fyrir hönd félagsins Ármann Guðmundsson sérfræðingur. Þar segir ennfremur: „Félagið harmar að ráðuneyti og ráðherra hafi valið að auglýsa ekki embættið til umsóknar. Verklagið lýsir metnaðarleysi ráðuneytisins í garð Þjóðminjasafns Íslands, ber vott um ógagnsæja stjórnsýslu og kastar rýrð á málaflokkinn í heild.“ Í yfirlýsingunni er tekið sérstaklega fram að hér sé um að ræða gagnrýni á verklagi, en ekki að spjótum sé beint að þeim sem skipuð var og er það í takti við aðrar yfirlýsingar sem fram hafa komið um þessa skipan: „Gagnrýnin beinist alfarið að ferli skipunarinnar en ekki að Hörpu Þórsdóttur.“ Framsókn leiði handráðningar í stöður á vegum hins opinbera Vísir hefur greint ítarlega frá þessum máli en gagnrýnin hefur ekki síst byggst á stjórnsýslulegum sjónarmiðum. Í viðtali við fréttastofu segir Lilja að Harpa sé hæf en gagnrýnin hefur ekki snúið að því heldur hvernig að málum er staðið. Haukur Arnþórsson stjórsýslufræðingur segir að með þessum handráðningum ráðherra sé verið að hverfa ár og áratugi aftur í tímann: „Fyrir fáeinum árum þegar farið var að handráða eða ráða með flutningi í ráðuneytisstjórastöður og stöður forstöðumanna ríkisstofnana var látið eins og ekki þyrfti umræðu um málið - ekki þyrfti nema einfalda lagaheimild - og bingó - nú þyrfti ekki lengur auglýsingu og ekkert ráðningarferli og enginn gæti sagt neitt. Þegar hátt hlutfall ráðuneytisstjóra er handráðinn - undir forystu Framsóknar, forystu sem Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hafa síðan fylgt - þarf að staldra við. Á hvaða forsendum er þessi breyting á ráðningum gerð, hvaða afleiðingar hefur hún og hvað segir stjórnarandstaðan, hagsmunaaðilar (stéttarfélögin) og almenningur?“ spyr Haukur í nýlegri grein um málið.
Íslensk fræði Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fornminjar Deilur um skipun þjóðminjavarðar Söfn Tengdar fréttir Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32 Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12 Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37 Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fornleifafræðingar og þjóðfræðingar gefa lítið fyrir svör Lilju Stjórnir Félags fornleifafræðinga og Félags þjóðfræðinga gefa lítið fyrir svör Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, við gagnrýni á ákvörðun hennar um skipun nýs þjóðminjavarðar. Að mati félaganna lýsir skipunin alvarlegum skilningsskorti ráðherrans á hlutverki Þjóðminjasafnsins og mikilvægis þess í íslensku samfélagi. 31. ágúst 2022 08:32
Ekki í fyrsta sinn sem Lilja fari illa með vald sitt Þingmaður Samfylkingarinnar segir að skipun menningar- og viðskiptaráðherra á þjóðminjaverði sé ekki fyrsta dæmið um misbeitingu valds hjá ráðherranum. Frumvarp sem hindrar klíkuráðningar er í vinnslu. 30. ágúst 2022 21:12
Óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust ráðningarferli Félag fornleifafræðinga lýsir yfir miklum vonbrigðum á því hvernig staðið var að skipun nýs þjóðminjavarðar í bréfi sem félagið sendi menningar- og viðskiptaráðherra í dag. Ráðningarferlið hafi verið óvandað, ógagnsætt og metnaðarlaust. 27. ágúst 2022 17:37
Taka saman gögn til að bera saman skipanir án auglýsinga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að láta taka saman tölfræði í þeim tilgangi að skoða hvort í vöxt færist að ráðherrar beiti heimild til að flytja starfsfólk til milli embætta. Þetta sagði Katrín í samtali við fréttastofu í morgun. 30. ágúst 2022 14:03