Olís-spá karla 2022-23: Ekki meistarakandítatar í fyrsta sinn á öldinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2022 10:01 Ekkert lið hefur unnið fleiri titla í íslenskum karlahandbolta á þessari öld en Haukar. En þeir hafa oft verið sterkari en um þessar mundir. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur og Hafnfirðingar hrapi niður um þrjú sæti frá síðasta tímabili. Það hefur ef til vill gleymst að Haukar voru aðeins árangri í innbyrðis viðureignum gegn Val frá því að verða deildarmeistarar á síðasta tímabili. Í átta liða úrslitunum slógu Haukar KA naumlega úr leik en áttu ekki svör við ÍBV í undanúrslitunum. Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari Hauka eftir tímabilið og við tók Rúnar Sigtryggsson sem lék með Haukum á árum áður við góðan orðstír. Rúnars bíður erfitt verkefni enda er þetta í fyrsta sinn á þessari öld sem Haukar fara ekki inn í tímabil sem meistarakandítatar. Undanfarin ár hafa Haukar verið með gott lið, mjög gott, en ekki nógu gott til að verða Íslandsmeistarar. Liðið sem Rúnar er með í höndunum núna er hins vegar talsvert veikara en á síðasta tímabili. Darri Aronsson er farinn, Aron Rafn Eðvarðsson verður væntanlega ekkert með í vetur sökum höfuðmeiðsla og vegna meiðsla línumanna liðsins þurfti Heimir Óli Heimisson að taka skóna af hillunni. Þá hafa Haukar ekki fengið þann liðsstyrk sem þeir hefðu þurft. Haukar sóttu þó Matas Pranckevicius og vonandi reynist hann þeim jafn vel og annar litáískur markvörður, Giedrius Morkunas, gerði fyrir nokkrum árum. Það nærtækasta í stöðunni væri að treysta meira á yngri leikmenn og færa Guðmundi Braga Ástþórssyni lyklavöldin að liðinu. Sá hængur er á að lið Hauka er frekar aldrað og Guðmundur Bragi verður líklega farinn út í atvinnumennsku áður en langt um líður. Þrátt fyrir allt eru Haukar enn með sterkt og reynt lið en meistaradraumar eru óraunsæir á þessari stundu og stuðningsmenn liðsins þurfa að venjast nýjum veruleika, allavega um stund. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 2. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit Lykilmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er á radarnum hjá erlendum félögum.vísir/hulda margrét Undanfarin tvö tímabil hefur Guðmundur Bragi byrjað veturinn á láni hjá Aftureldingu áður en Haukar kölluðu hann til baka. Hann var prímusmótorinn í sóknarleik Mosfellinga en hlutverkið hjá Haukum var öllu minna þótt hann hafi vissulega fengið fleiri tækifæri á síðasta tímabili en því þarsíðasta. Guðmundur Bragi er gríðarlega hæfileikaríkur og fær í flestan sóknarsjó. Hann getur skotið, brotist í gegn og fundið samherja sína. Ætti ef allt er eðlilegt að vera meðal bestu leikmanna Olís-deildarinnar í vetur og vekja enn meiri áhuga erlendra félaga. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ágúst Ingi Óskarsson frá Neistanum (Færeyjum) Matas Pranckevicius frá Vilnius VHS Sciesa (Litáen) Farnir: Darri Aronsson til Ivry (Frakklandi) Halldór Ingi Jónasson til Víkings Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Eftir brotthvarf Darra mun mikið mæða á Adam Hauki Baumruk í vetur og Haukum veitir ekki af fleirum sem geta spilað sem vinstri skytta. Einhverjum eins og Sigurbergi Sveinssyni sem var aðalmaðurinn í sóknarleik Hauka og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu þrjú ár í röð (2008-10). Sóknarhæfileikar hans myndu koma í góðar þarfir hjá Haukum í vetur. Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með fjórum leikjum fimmtudaginn 8. september. Íþróttadeild spáir Haukum 5. sæti Olís-deildar karla í vetur og Hafnfirðingar hrapi niður um þrjú sæti frá síðasta tímabili. Það hefur ef til vill gleymst að Haukar voru aðeins árangri í innbyrðis viðureignum gegn Val frá því að verða deildarmeistarar á síðasta tímabili. Í átta liða úrslitunum slógu Haukar KA naumlega úr leik en áttu ekki svör við ÍBV í undanúrslitunum. Aron Kristjánsson hætti sem þjálfari Hauka eftir tímabilið og við tók Rúnar Sigtryggsson sem lék með Haukum á árum áður við góðan orðstír. Rúnars bíður erfitt verkefni enda er þetta í fyrsta sinn á þessari öld sem Haukar fara ekki inn í tímabil sem meistarakandítatar. Undanfarin ár hafa Haukar verið með gott lið, mjög gott, en ekki nógu gott til að verða Íslandsmeistarar. Liðið sem Rúnar er með í höndunum núna er hins vegar talsvert veikara en á síðasta tímabili. Darri Aronsson er farinn, Aron Rafn Eðvarðsson verður væntanlega ekkert með í vetur sökum höfuðmeiðsla og vegna meiðsla línumanna liðsins þurfti Heimir Óli Heimisson að taka skóna af hillunni. Þá hafa Haukar ekki fengið þann liðsstyrk sem þeir hefðu þurft. Haukar sóttu þó Matas Pranckevicius og vonandi reynist hann þeim jafn vel og annar litáískur markvörður, Giedrius Morkunas, gerði fyrir nokkrum árum. Það nærtækasta í stöðunni væri að treysta meira á yngri leikmenn og færa Guðmundi Braga Ástþórssyni lyklavöldin að liðinu. Sá hængur er á að lið Hauka er frekar aldrað og Guðmundur Bragi verður líklega farinn út í atvinnumennsku áður en langt um líður. Þrátt fyrir allt eru Haukar enn með sterkt og reynt lið en meistaradraumar eru óraunsæir á þessari stundu og stuðningsmenn liðsins þurfa að venjast nýjum veruleika, allavega um stund. Gengi Hauka undanfarinn áratug 2021-22: 2. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit Lykilmaðurinn Guðmundur Bragi Ástþórsson er á radarnum hjá erlendum félögum.vísir/hulda margrét Undanfarin tvö tímabil hefur Guðmundur Bragi byrjað veturinn á láni hjá Aftureldingu áður en Haukar kölluðu hann til baka. Hann var prímusmótorinn í sóknarleik Mosfellinga en hlutverkið hjá Haukum var öllu minna þótt hann hafi vissulega fengið fleiri tækifæri á síðasta tímabili en því þarsíðasta. Guðmundur Bragi er gríðarlega hæfileikaríkur og fær í flestan sóknarsjó. Hann getur skotið, brotist í gegn og fundið samherja sína. Ætti ef allt er eðlilegt að vera meðal bestu leikmanna Olís-deildarinnar í vetur og vekja enn meiri áhuga erlendra félaga. Félagaskiptamarkaðurinn Komnir: Ágúst Ingi Óskarsson frá Neistanum (Færeyjum) Matas Pranckevicius frá Vilnius VHS Sciesa (Litáen) Farnir: Darri Aronsson til Ivry (Frakklandi) Halldór Ingi Jónasson til Víkings Markaðseinkunn (A-C): C Fortíðarhetja sem gæti nýst í vetur Eftir brotthvarf Darra mun mikið mæða á Adam Hauki Baumruk í vetur og Haukum veitir ekki af fleirum sem geta spilað sem vinstri skytta. Einhverjum eins og Sigurbergi Sveinssyni sem var aðalmaðurinn í sóknarleik Hauka og varð meðal annars Íslandsmeistari með liðinu þrjú ár í röð (2008-10). Sóknarhæfileikar hans myndu koma í góðar þarfir hjá Haukum í vetur.
2021-22: 2. sæti+undanúrslit 2020-21: Deildarmeistari+úrslit 2019-20: 4. sæti 2018-19: Deildarmeistari+úrslit 2017-18: 5. sæti+undanúrslit 2016-17: 3. sæti+átta liða úrslit 2015-16: Deildarmeistari+Íslandmeistari 2014-15: 5. sæti+Íslandsmeistari 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+úrslit
Komnir: Ágúst Ingi Óskarsson frá Neistanum (Færeyjum) Matas Pranckevicius frá Vilnius VHS Sciesa (Litáen) Farnir: Darri Aronsson til Ivry (Frakklandi) Halldór Ingi Jónasson til Víkings Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild karla Haukar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00 Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01 Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingalið í undanúrslitum Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Olís-spá karla 2022-23: Nýtt upphaf hjá Fram Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 6. sæti Olís-deildar karla í vetur. 4. september 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Í skuld eftir skelfinguna síðast Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Aftureldingu 7. sæti Olís-deildar karla í vetur. 3. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. 2. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. 1. september 2022 10:00
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. 30. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. 29. ágúst 2022 10:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða