Segir algengt að konur á breytingaskeiði séu ranglega greindar í kulnun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2022 19:42 Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að þau sem glíma við einkenni breytingaskeiðs séu ranglega greind í kulnun og fái þar af leiðandi ekki rétta meðferð. Nokkuð sé um að konur detti út af vinnumarkaði vegna breytingaskeiðs sem sé ekki meðhöndlað. Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“ Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Sjá meira
Breytingaskeið er það tímabil þegar tíðahvörf eiga sér stað í líkama þeirra sem eru með eggjastokka. Ferlið tekur að meðaltali fimm til sjö ár og byrja flestir ferlið á milli 45 til 50 ára. Halldóra Skúladóttir hefur lengi verið með fólk í ráðgjöf hjá sér vegna breytingaskeiðs. Hún segir fæsta meðvitaða um að einkenni breytingaskeiðs geti komið mikið fyrr. „Ég hugsa að ég hafi verið farin að finna fyrir einkennum rétt fyrir fertugt. Og svona um 42, 43 ára aldurinn var ég komin á slæman stað sem síðan hélt áfram.“ Þó að flestir fari nokkuð auðveldlega í gegnum breytingaskeiðið séu margir sem finni fyrir svæsnum einkennum sem þeir tengi ekki endilega við breytingaskeiðið sökum ungs aldurs. „Og skilja ekki af hverju þær fúnkera ekki og af hverju þeim líður eins og þeim líður.“ Fjölmörg einkenni Þau einkenni sem flestir tengja við breytingaskeiðið er hitakóf og skapsveiflur en einkennin eru raunar fjölmörg t.d. þreyta, lítið úthald, depurð, pirringur, svefnleysi og margt fleira. Þetta eru líka einkenni kulnunar og segir Halldóra að nokkuð hafi verði um það á síðustu árum að fólk hafi verið ranglega greint í kulnun þegar það í raun eru að byrja á breytingaskeiði. „Það er mjög algengt að konur á breytingaskeiðinu séu ranglega greindar. Annars vegar með kulnun og líka að þær séu greindar og settar á geðlyf, greindar með vefjagigt af því að öll einkennin eiga heima í öllum þessum flokkum og ég hef verið með konur hjá mér í meðferð sem hafa jafnvel farið í tvær umferðir í gegnum Virk, löngu dottnar út af vinnumarkaðnum, eru ekki að ná sér og ekki að komast af stað aftur.“ „Fara síðan og hitta góðan kvensjúkdómalækni og fá aðstoð og fara jafnvel á hormónauppbótameðferð og allt í einu er eins og visið blóm sem hefur verið vökvað og þær rísa aftur upp og jafnvel farnar aftur af stað í vinnuna sína.“ Stórt feminískt hagsmunamál Vegna þessa sé mjög mikilvægt að leghafar séu meðvitaðir um einkenni breytingaskeiðs. „Það eru ansi margar konur sem eru að glíma við mjög erfið lífshamlandi einkenni sem er að valda því að þær eru að detta út af vinnumarkaði.“ Átta sig ekki á umfangi vandans Virk starfsendurhæfingarsjóður aðstoðar þá, sem ekki geta sinnt starfi vegna heilsubrests, við að komast aftur á vinnumarkaðinn. Verkefnastjóri hjá virk segir að einkenni kulnunar séu svo almenn að margir spegli sig í þeim og að dæmi séu um að fólk virðist ranglega greint í kulnun. „Já við vitum um dæmi þess. Við erum ekki með tölur um það þannig við áttum okkur ekki á umfangi vandans en vitum dæmi þess að það hafi komið einstaklingar vegna kulnunar og hafi svo síðar komið í ljós að eru að takast á við einkenni breytingaskeiðs,“ segir Guðrún Rakel Eiríksdóttir, sálfræðingur og verkefnastjóri hjá Virk. Guðrún segir mikilvægt að fólk fái rétta greiningu svo hægt sé að veita viðeigandi meðferð. Halldóra segir að í ljósi þess að einkenni breytingaskeið séu svo almenn sé mikilvægt að heimilislæknar séu meðvituð um þau. „Af því að ef ég er með aukinn hausverk, sef ekki, er með aukinn kvíða, þá fer ég ekki til kvensjúkdómalæknis. Þá er ég mjög líklega á leið til heimilislæknis ef ég geri mér ekki grein fyrir að þetta sé breytingaskeiðstengt og það er þar sem verður oft vangreining.“
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Kvenheilsa Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Sjá meira