„Freyr hafði lykiláhrif“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2022 09:31 Alfreð Finnbogason í búningi Lyngby. Honum var úthlutað treyjunúmerinu átján. lyngby Alfreð Finnbogason er afar sáttur með að hafa samið við danska úrvalsdeildarliðið Lyngby. Hann segir að Freyr Alexandersson hafi haft mikil áhrif á þá ákvörðun hans að velja Lyngby. Eftir að hafa leikið með Augsburg frá 2016 skildu leiðir hjá Alfreð og þýska liðinu eftir síðasta tímabil. Hann hafði samband við Frey í júní og falaðist eftir því að æfa með Lyngby í júlí sem var auðfengið. Hann fékk strax góða tilfinningu fyrir liðinu sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég var mjög sáttur og leið hrikalega vel. Á þeim tíma vorum við samt ekkert að ræða um að ég yrði áfram. Það var nýtt fyrir mig að vera í þessari stöðu, samningslaus,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í gær. Hann hafði úr ýmsum tilboðum að velja, meðal annars frá liðum í þýsku B-deildinni og frá meira framandi slóðum. En á endanum samdi hann við Lyngby þar sem hann hittir fyrir Frey sem hann þekkir vel frá tíma þeirra saman með íslenska landsliðinu. Alfreð vonast til að koma ferlinum aftur á fulla ferð hjá Lyngby en sem kunnugt er hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Freyr Alexandersson kom Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.getty/Lars Ronbog „Maður vildi finna fyrir tilfinningunni að mín væri þörf og komast þannig aftur af stað. Ég vil spila fótboltaleiki og njóta þess aftur. Og ég hef fulla trú á því að það sé hægt hér. Ég þekki Frey og hvernig hann vinnur,“ sagði Alfreð. Eftir að hafa æft með Lyngby í júlí kom hann heim til Íslands og æfði með FH og Breiðabliki á meðan hann dvaldi hér. „Ég er í fínu æfingastandi en það er mjög erfitt að meta hvernig leikjaformið er. Vonandi fæst svar við því sem fyrst. Ég tel mig vera tilbúinn að spila. Tíminn leiðir í ljós hvað þetta tekur langan tíma,“ sagði Alfreð. Hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila þegar Lyngby tekur á móti Randers í 8. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. „Ég myndi treysta mér til að spila um helgina en hversu mikið veit ég ekki. Kannski er betra að byggja þetta upp skref fyrir skref.“ Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en hefur ekki áður spilað í Danmörku.lyngby Alfreð fer ekki í neinar grafgötur með að Freyr hafi haft mikið um það að segja að hann samdi við Lyngby. „Lykiláhrif, ég neita því ekki. En hann setti enga gríðarlega pressu á mig og ég hef sjaldan lent í því að þjálfari ýti svona lítið á eftir mér. Hann útskýrði hvað ég fengi hérna og mína stöðu. Vonandi verður þetta gott samstarf,“ sagði Alfreð sem þarf ekki langan tíma til að koma sér inn í hlutina hjá Lyngby enda þekkir hann til þar eftir tíma sinn hjá félaginu fyrr í sumar. „Það hjálpar, ekki spurning. Fyrsti fasinn að kynnast mönnum er að baki. Ég þekki nöfnin. Þetta er léttur og góður hópur.“ Lyngby er fyrsti áfangastaður Sævars Atla Magnússonar í atvinnumennsku.vísir/hulda margrét Fyrir hjá Lyngby er annar íslenskur framherji, Sævar Atli Magnússon. Alfreð ber Breiðhyltingnum vel söguna. „Þetta er frábær drengur og góður fótboltamaður. Ekkert nema jákvætt um hann að segja. Er á öfugum enda við mig. Við náum mjög vel saman. Þetta er hrikalega þroskaður drengur miðað við aldur,“ sagði Alfreð sem vonast til að reynsla sín hjálpi Lyngby sem er á botni dönsku deildarinnar með einungis tvö stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. „Maður reynir að vera fyrirmynd í því hvernig maður tekur á hlutunum. Það er gott að vera með reyndari leikmenn í klefanum til að róa mannskapinn,“ sagði Alfreð að endingu. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Eftir að hafa leikið með Augsburg frá 2016 skildu leiðir hjá Alfreð og þýska liðinu eftir síðasta tímabil. Hann hafði samband við Frey í júní og falaðist eftir því að æfa með Lyngby í júlí sem var auðfengið. Hann fékk strax góða tilfinningu fyrir liðinu sem er nýliði í dönsku úrvalsdeildinni. „Ég var mjög sáttur og leið hrikalega vel. Á þeim tíma vorum við samt ekkert að ræða um að ég yrði áfram. Það var nýtt fyrir mig að vera í þessari stöðu, samningslaus,“ sagði Alfreð í samtali við Vísi í gær. Hann hafði úr ýmsum tilboðum að velja, meðal annars frá liðum í þýsku B-deildinni og frá meira framandi slóðum. En á endanum samdi hann við Lyngby þar sem hann hittir fyrir Frey sem hann þekkir vel frá tíma þeirra saman með íslenska landsliðinu. Alfreð vonast til að koma ferlinum aftur á fulla ferð hjá Lyngby en sem kunnugt er hefur hann verið mikið frá vegna meiðsla undanfarin ár. Freyr Alexandersson kom Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.getty/Lars Ronbog „Maður vildi finna fyrir tilfinningunni að mín væri þörf og komast þannig aftur af stað. Ég vil spila fótboltaleiki og njóta þess aftur. Og ég hef fulla trú á því að það sé hægt hér. Ég þekki Frey og hvernig hann vinnur,“ sagði Alfreð. Eftir að hafa æft með Lyngby í júlí kom hann heim til Íslands og æfði með FH og Breiðabliki á meðan hann dvaldi hér. „Ég er í fínu æfingastandi en það er mjög erfitt að meta hvernig leikjaformið er. Vonandi fæst svar við því sem fyrst. Ég tel mig vera tilbúinn að spila. Tíminn leiðir í ljós hvað þetta tekur langan tíma,“ sagði Alfreð. Hann myndi ekki slá hendinni á móti því að spila þegar Lyngby tekur á móti Randers í 8. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. „Ég myndi treysta mér til að spila um helgina en hversu mikið veit ég ekki. Kannski er betra að byggja þetta upp skref fyrir skref.“ Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en hefur ekki áður spilað í Danmörku.lyngby Alfreð fer ekki í neinar grafgötur með að Freyr hafi haft mikið um það að segja að hann samdi við Lyngby. „Lykiláhrif, ég neita því ekki. En hann setti enga gríðarlega pressu á mig og ég hef sjaldan lent í því að þjálfari ýti svona lítið á eftir mér. Hann útskýrði hvað ég fengi hérna og mína stöðu. Vonandi verður þetta gott samstarf,“ sagði Alfreð sem þarf ekki langan tíma til að koma sér inn í hlutina hjá Lyngby enda þekkir hann til þar eftir tíma sinn hjá félaginu fyrr í sumar. „Það hjálpar, ekki spurning. Fyrsti fasinn að kynnast mönnum er að baki. Ég þekki nöfnin. Þetta er léttur og góður hópur.“ Lyngby er fyrsti áfangastaður Sævars Atla Magnússonar í atvinnumennsku.vísir/hulda margrét Fyrir hjá Lyngby er annar íslenskur framherji, Sævar Atli Magnússon. Alfreð ber Breiðhyltingnum vel söguna. „Þetta er frábær drengur og góður fótboltamaður. Ekkert nema jákvætt um hann að segja. Er á öfugum enda við mig. Við náum mjög vel saman. Þetta er hrikalega þroskaður drengur miðað við aldur,“ sagði Alfreð sem vonast til að reynsla sín hjálpi Lyngby sem er á botni dönsku deildarinnar með einungis tvö stig eftir fyrstu sjö umferðirnar. „Maður reynir að vera fyrirmynd í því hvernig maður tekur á hlutunum. Það er gott að vera með reyndari leikmenn í klefanum til að róa mannskapinn,“ sagði Alfreð að endingu.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti