„Og þá var hætt að vera gaman í afmælinu“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. september 2022 08:00 Valgeir Magnússon, eða Valli sport eins og við þekkjum hann, elskar að vera afi og er alltaf til í að leika og gera eitthvað skemmtilegt með afastrákunum sínum Vilgeiri Svan og Víkingi Leo. Valli er stjórnarformaður auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, býr í Osló í Noregi, er í hljómsveitinni Poppvélinni, eggjabóndi í Hrísey og stjórnarformaður Úkraínuverkefnisins Flottafólk svo eitthvað sé nefnt. Vísir/Vilhelm „Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ tilkynnti mér eitt sinn að ég ætti Íslandsmet í að vinna til verðlauna í flestum íþróttagreinum,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður, öðru nafni Valli sport. „Nú síðast í desember var ég að keppa á HM í badminton á Spáni fyrir 50 ára og eldri.“ Valli sport hefur komið víða við þrátt fyrir að vera ekki eldri en 54 ára. Og virðist með óteljandi hatta á höfði. Sem athafnamaður í auglýsingum og viðskiptum, fjölmiðlamaður, lagahöfundur, eggjabóndi, hljómsveitagaur, rithöfundur og svo mætti áfram telja. Í dag höldum við áfram með sögu Valla sport en fyrri hluta viðtalsins var birtur síðastliðinn sunnudag. Saga Valla sport er fyrsta sagan af nokkrum í helgarviðtali Atvinnulífsins í haust og vetur sem gefa okkur tækifæri til að rifja upp ýmislegt í samtímasögunni sem skemmtilegt er að muna eftir eða áhugavert. Í síðustu viku var birtur fyrri hluti sögu Valla sport þar sem meðal annars var sagt frá því þegar Valli og Siggi Hlö kynntust árið 1994 og eins hvernig nafngiftin Valli sport kom til. Enn er Valli að í sportinu og keppti til dæmis í HM í badminton í fyrra. Hann og Siggi Hlö stofnuðu snemma auglýsingastofu saman, hafa komið að rekstri sex útvarpsstöðva, nokkurra veitingataða, skemmtistaða, sett upp söngleik, rekið fataverslun og fleira. Kaflaskipti í íslensku sjónvarpi Sumarið 1999 urðu eigendaskipti á hinni ungu sjónvarpsstöð Skjá 1, sem nú heitir Sjónvarp Símans. Nýir eigendur voru Kristján Ra og Árni Þór Vigfússon ásamt fleirum. „Okkur langaði til að stofna fjölmiðla- og lífsgleðifyrirtæki,“ sagði Árni Þór í viðtali við Morgunblaðið stuttu síðar. Skjár 1 þótti af mörgum nýja partýstöð unga fólksins. Valli og Siggi Hlö héldu úti þættinum Með hausverk um helgar sem naut mikilla vinsælda í áhorfi. Á stöðinni slógu einnig í gegn nýir þættir eins og Djúpa laugin, Erpur Eyvindarson í hlutgervi Johnny Naz og fleiri en einnig alvarlegri þættir eins og Silfur Egils. Á sama tíma rak Íslenska útvarpsfélagið Stöð 2 og Sýn (sem nú heitir Stöð 2 sport) og Popptíví. Valli og Siggi gerðu samning við Sýn um útsendingar á þættinum sínum þar. Þar náði þátturinn mesta áhorfi á stöðinni, rétt eins og áður á Skjá 1. Ekki síst vegna þess að þátturinn ögraði og var á tímum grófari en fólk átti að venjast í sjónvarpi. Til að ná athygli fór þáttagerðin að verða grófari og grófari og varð á endanum að þáttagerð sem myndi aldrei samræmast samfélaginu í dag. Við erum þarna ungir menn að reyna að ná athygli en oft farnir að vera á skjön við okkar eiginn karakter og þá var hætt að vera gaman í afmælinu.“ Fór svo að um áramótin 2002/2003 ákváðu félagarnir að láta staðar numið og hætta. Sem þó þýddi mikla breytingu enda hafði þátturinn gefið þeim félögum nokkuð vel í aðra hönd. Sem skýrðist einfaldlega á því að þeir sáu sjálfir um að selja kostun og auglýsingar. Valli hefur nokkrum sinnum farið út með íslenska hópinn í Eurovison og samið að eða komið að fjölmörgum lögum sem tekið hafa þátt í undanúrslitakeppninni hérna heima. Hér má sjá hversu mikil gleðin var þegar tilkynnt var um það í Danmörku árið 2014 að lagið Enga fordóma með Pollapönk hefði komist áfram. Alltaf sama kennitalan Árið 1997 stóðu Valli og Ólafur Tryggvason að rekstri skemmtistaðarins Tunglsins sem naut mikilla vinsælda um árabil. Tunglið brann síðan til kaldra kola árið 1998 og var húsið rifið. Eldsvoðinn er einn stærsti eldsvoði sem upp hefur komið í miðbænum. Þá komu Valli og Siggi að rekstri sex útvarpsstöðva: XFM, KissFm, Sterio, Íslenska stöðin, Music 885, Mix 919. Valli og Siggi ráku líka veitingastaðina Three Amicos, TexMex og Uno Pizza. Til viðbótar ráku þeir Xið fataverslun í Kringlunni og Leikhúskjallarann um tíma. Þá stóðu félagarnir að söngleik um ævi Maríu Callas sem sýndur var í Íslensku óperunni. En þegar að þátturinn Með hausverk um helgar hætti vissu þeir að tími var kominn til að stokka spilin upp á nýtt. Þeir ákváðu að selja flest fyrirtækin og einbeita sér að rekstri auglýsingastofunnar. Þeir gerðu sér hins vegar grein fyrir því að sjónvarpsþátturinn var fyrir löngu orðinn mun þekktari nafn en auglýsingastofan Hausverk. „Sem betur fer hafði ég reynslu af því áður að semja um útistandandi skuldir og greiðsluerfiðleika og sú reynsla nýttist mér vel þegar þarna er komið. En við vissum að við þyrftum að endurhugsa hlutina upp á nýtt og einn daginn segir Siggi: Myndi banki treysta stofu sem héti Tvíhöfði fyrir öllu auglýsingabudgetinu sínu? Eða hefur ímyndin á nafninu áhrif á hvaða stofa verður fyrir valinu?“ Fór svo að árið 2006 kynntu félagarnir til sögunnar nýtt nafn á stofunni: Pipar. „Við gerðum margt til viðbótar til að breyta ásýndinni okkar og stofunnar. Til dæmis hættum við sjálfir að lesa inn á auglýsingar og hættum líka að fara tveir saman á fundi. Ef ég fór, kom Siggi ekki með. Ef Siggi fór, var ég ekki.“ Um tíma vissu þeir að eflaust héldu margir að auglýsingastofan hefði farið í þrot. „Þess vegna fengum við Björgvin Halldórsson til að lesa inn á símsvarann okkar og útvarpsauglýsingu texta sem var „Hausverk í gær, Pipar í dag. Nýtt nafn, sama kennitala.““ Svo heppilega vildi til að Kaupþing, sem nú er Arion banki, ásældist húsnæðið sem Pipar var í. Bankinn greiddi ágætis upphæð fyrir að losa þá félaga undan leigusamningi og þá fluttu þeir með stofuna á Tryggvagötu. „Þegar að við vorum búnir að selja frá okkur fyrirtækin og bankinn búinn að greiða okkur fyrir húsnæðið, stóðum við allt í einu uppi með skuldlaust félag.“ Síðar sameinaðist Pipar Reykjavík TBWA og við það breyttist nafn stofunnar í Pipar/TBWA. Enn síðar sameinaðist auglýsingastofan Fíton inn í reksturinn. En áður en lengra er haldið með þann part sögunnar, skulum við heyra um rithöfundinn Valla og áhyggjufulla pabbann. Áratugum saman voru helstu og stærstu innlendu fréttirnar birtar á baksíðu Moggans. Hér má sjá baksíðufrétt frá 1995 um alsæluna, eiturlyf sem komst í mikla tísku hjá ungu fólki fyrir aldamót og var mjög umdeilt. Því sumir vildu meina að efnið væri með öllu skaðlaust. Sem það svo sannarlega reyndist ekki vera. Ungt fólk og eiturlyf Eins og gefur að skilja safnaðist margt í reynslupokann hjá Valla. Sumt miður gott. „Á sama tíma og ég var í rekstri Tunglsins reið Ectasy yfir landið og komst í tísku. Ég varð oft vitni að því að flottir krakkar um tvítugt fóru að fikta og nokkrum mánuðum síðar sá ég þessa sömu krakka hreinlega ónýt af fíkn. Þetta fór illa í mig og mér leið oft illa.“ Eiturlyfið umrædda var einnig kallað alsælan eða e-pillan. Árið 1998 vaknaði Valli um nótt með hugmynd að unglingabók. „Ég settist við tölvuna og byrjaði að skrifa. Þegar Silja vaknaði sat ég enn við. Ég lét vita að ég kæmi ekki til vinnu þennan dag og þegar Silja kom heim, sat ég enn við tölvuna og aftur næstu nótt. Sagan kom til mín.“ Bókin sem Valli skrifaði hét Seinna lúkkið og var mest selda unglingabókin jólin 2000. „Ég fékk ekki góða dóma nema frá Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem sagði bókina bestu unglingabókina sem hefði komið út og það þótti mér vænt um. En margir gagnrýnendur trúðu ekki þeim lýsingum sem ég var með um að afleiðingar við að fikta við eiturlyf gætu verið svona miklar og hraðar, né heldur að hópnauðgun sem var í sögunni væri eitthvað sem gæti gerst,“ segir Valli en bætir við: „Maggi Stef notaði hana samt mikið í forvarnarstarfinu sínu gegn eiturlyfjum og mér fannst það í rauninni segja allt sem segja þurfti um sannleikann.“ Vísar Valli þar til Magnúsar Stefánssonar Utangarðsmanns og óvirka fíkils, sem á þessum tíma var ötull í forvarnarstarfi sínu gegn eiturlyfjum og þeim hættum sem þar leynast. Tveimur árum síðar skrifaði Valli framhaldsbókina Nennekkja feisaða. Það var hins vegar löngu síðar sem Valli og Silja kynntust því sem foreldrar ungs fólks óttast oft hvað mest: Að börnin þeirra ánetjist fíkniefnum. Að upplifa fíkn barnsins síns breytir manni mikið. Ég held ég hafi reyndar orðið einlægari. Því það að vera með barninu sínu sem er að kljást við fíkn gerir öll önnur vandamál í heiminum frekar lítil.“ Valli segir að eftir fyrstu meðferð barns síns hafi hann stundað að fara á AA fundi með því. „Ég upplifði fundina sem okkar gæðatíma saman. Enda er AA prógrammið mikið mannræktarprógram og hrikalega gott að sitja á fundum, hlusta og meðtaka, tjá tilfinningar sínar og læra betur að kljást við þær. Mér finnst þessi reynsla hafa breytt mínum karakter og hvernig ég kem fram við aðra.“ Hvað með þig sjálfan. Prófaðir þú aldrei neitt þegar þið voruð til dæmis með skemmtistaðina eða sjónvarpsþáttinn? „Nei ég hef aldrei þorað að prófa fíkniefni. Enda held ég að þau myndu setja mig á hvolf. Ég þoli ekki einu sinni kaffi því það er örvandi, veit að ég er með þráhyggjueinkenni og get verið með lazer fókusinn sem fylgir ADHD. Eflaust er ég því með fullt af fíkn genum í mér og geri mér grein fyrir að það gæti aldrei farið neitt nema mjög illa ef ég kæmi nálægt efnum.“ Valli kynntist Silju eiginkonu sinni í Versló. Eina nóttina árið 1998 vaknaði Valli um nótt með hugmynd að unglingabók og settist við skriftir. Þegar Silja vaknaði var hann enn að og úr varð bókin Seinna lúkkið sem var mest selda unglingabókin fyrir jólin 2000. Löngu síðar kynntust hjónin því hversu erfitt það er að horfa upp á barnið sitt í fíkn: Þá virðast öll önnur vandamál smá. Að klára tankana sína….aftur Auglýsingastofurnar Pipar/TBWA og Fíton sameinuðust árið 2014 og segir Valli þá sameiningu hafa tekið lengri tíma og verið erfiðara en áætlað var í upphafi. Tímabilið 2014-2017 fór meira og minna í þá vinnu. „Þegar að við vorum komin i gegnum skaflinn fjárhagslega og menningarlega fann ég að ég var algjörlega búinn á því andlega.“ Hvernig fannstu það? „Vegna þess að eftir miðbæjarævintýrið í Hafnarfirði um þrítugt kláraði ég líka tankana mína. Þannig að ég þekkti einkennin og oft áttar fólk sig ekki á því að ef við klárum tankana okkar og jöfnum okkur, verða tankarnir aldrei jafn stórir aftur. Við þurfum því að passa okkur meira og þegar að ég var farinn að sofa illa, hreyfa mig minna og alltaf með áhyggjur vissi ég að ég yrði að gera eitthvað.“ Valli ákvað að breyta um lífstíl. Fór til dæmis að róa á kajak í vinnuna frá Grafarvogi. Stóra breytingin í vinnunni var síðan að afhenda Guðmundi Pálssyni lyklana að framkvæmdastjórastarfinu. „Um jólin 2017 fengum við jólakort með mynd af álftum í oddaflugi og texta sem útskýrði að oddaflug er aðferð álftarinnar til að ferðast langa vegalengd. Ein álft leiðir með því að vera fremst. Ef álft þráast við og er of lengi fremst, þýðir það að ekki aðeins deyr hún heldur allur hópurinn. Þessi saga sagði mér að nú væri kominn tími til að annar tæki við stjórninni enda heppnaðist það vægast sagt frábærlega að fá Gumma í það hlutverk.“ Þá segir Valli Selmu Þorsteinsdóttur vera lykilmanneskju sem standi honum nálægt. „Selma er sú sem hefur starfað með mér lengst því hún byrjaði hjá okkur í janúar 2003, þá nýkomin úr fæðingarorlofi og nýútskrifuð úr hönnun. Í dag er Selma framkvæmdastjóri sköpunar hjá Pipar/TBWA.“ Sjálfur er Valli stjórnarformaður stofunnar og eins situr hann í stjórn TWBA á Norðurlöndum. Valli býr í Osló þar sem unnið er að því að byggja upp Pipar/TBWA og dótturfyrirtæki þess The Engine á Norðurlöndunum. Árið 2003 fóru Valli og Silja í vikufrí til Hrísey, heilluðust strax af staðnum og keyptu hús. Í dag reka þau eggjabúið Landnámshænur ásamt öðrum hjónum sem Valli segir að snúist fyrst og fremst um virðingu á milli manna og dýra. Eggjabóndinn í Hrísey Eitt af því sem Valli hefur haft fyrir stafni er að vera eggjabóndi í Hrísey. „Ég er náttúrulega frekar hvatvís og árið 2003 fórum við Silja í vikufrí til Hrísey þar sem við höfðum leigt hús, en aldrei komið áður. Þetta var æðisleg vika og við vorum algjörlega heilluð. Við sáum hús til sölu og satt best að segja var þetta þannig að við komum á sunnudegi, sáum hús til sölu á þriðjudegi og skrifuðum undir á föstudegi,“ segir Valli og hlær. En hvernig kom það til að þú gerðist eggjabóndi? „Kiddi félaginn minn í Hrísey var alltaf að passa hænur. Gaf þeim að borða og hirti eggin og við töluðum oft um hvað það væri sniðugt hringrásarkerfi að hænurnar borða matarafganga og síðan fáum við eggin þeirra sem fæðu. Einhvern tíma þegar Kiddi var að tala um þetta lagði ég til að við tækjum formlegan fund og myndum ræða þetta fyrir alvöru. Enda kann ég ekkert annað en að framkvæma.“ Í kjölfarið var eggjabúið Landnámsegg stofnað formlega en það er aðeins með landnámshænur. Félagið fékk lán hjá Byggðastofnun og segir Valli eiginkonurnar taka fullan þátt í þessu stússi. Seinna meir eru jafnvel áætlanir um að fara í sambærilegar tilraunir með svín. Valli og Hera Björk hafa túrað saman um allan heim og eitt sinn þegar þau voru í Suður Ameríku þar sem Hera Björk komst áfram í söngvakeppni, þurfti Valli að læra hárgreiðslu. Því það var ekki til peningur til að vera með hárgreiðslumanneskju með í ferðinni og ekkert annað að gera en að redda því. Júróvisjón og tónlistargaurinn Síðustu árin hefur nafn Valla dúkkað upp nokkrum sinnum þegar kemur að Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Enda er Valli einn lagahöfunda af nokkrum lögum sem hafa tekið þátt: Golddigger sem Aron Hannes flutti, Eitt andartak sem Hera Björk flutti, Hækkum í botn sem Suncity og Sanna Martinez fluttu, Mama said sem Kristina Bærendsen flutti, Best að segja: Meðal annars og svo…. auk fleirri laga. En hvernig kom það til að fara að semja fyrir Júróvísjón? „Það kom nú bara til þannig að fyrir mörgum árum var ég í haustpartíi Stöðvar 2 og hitti Björn Jörund og Barða Jóhannesson. Við enduðum heima hjá Barða að hlusta á tónlist og söngvakeppnin barst í tal því Barði hafði þá samið við RÚV um að semja lög.“ Úr varð að fljótlega fór Valli að vinna með Barða í að búa til konsept með lögunum sem Barði samdi. Enda sagðist Valli þetta kvöld vel geta búið til atriði og markaðssett lög. Frá upphafi var Valli því umboðsmaður hljómsveitarinnar Merzedes Club sem flutti lagið Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey sem Barði samdi. Það lag varð í öðru sæti í undanúrslitakeppni söngvakeppninnar árið 2009 en fulltrúar Íslands sem fóru út með sigurlagið það árið voru Regína og Friðrik Ómar með lagið This is my life. „Seinna fór ég að semja lög með öðrum eins og Örlygi Smára og Sveini Rúnari fyrir keppnina enda kom í ljós að ég er fínn í að semja lagatexta.“ Fjórum sinnum hefur Valli farið alla leið í keppnina erlendis með íslenska hópnum: Með Heru Björk, Með Eyþóri Inga, með Pollapönk og með Maríu Ólafs. Frá árinu 2010 hafa Valli og Hera Björk líka brallað mikið saman. Þar sem Valli hefur oftar en ekki sett á sig enn eina ólíku hattana. „Ég fór til dæmis og lærði hárgreiðslu áður en við Hera fórum í söngvakeppni í Suður Ameríku. Því við höfum ekki efni á að hafa hárgreiðslumanneskju með. Frá árinu 2010 höfum við túrað saman um allan heim þar sem ég er DJ og hún syngur. Á tímabili vorum við erlendis nánast allar helgar frá vori fram á haust.“ Árið 2015 var hljómsveitin Mannakjöt stofnuð. Fyrsta lag hljómsveitarinnar heitir Þrumuský en það voru ekkert síður hljómsveitameðlimirnir sjálfir sem vöktu athygli. Enda áhugaverður hópur. Í Mannakjöti eru Valli, Örlygur Smári, Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Guðni Finnsson úr Ensími og Óttarr Proppé úr Ham. „Mér finnst þetta ægilega gaman,“ segir Valli um tónlistarferilinn. Sem rímar við það markmið hljómsveitarinnar Poppvélin sem hann er einn af meðlimum í og hefur það að markmiðið að búa til skemmtilega tónlist og hafa gaman af vegferðinni. Poppvélina skipa þau Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valli en hljómsveitin var stofnuð í fyrra. Poppvélin var ein þeirra hljómsveita sem keppti um titilinn Nýliði ársins í Hlustendaverðlaununum 2022 sem haldin var í mars. Hljómsveitin hefur meðal annars gefið út lagið Sumardans, sem var eitt mest spilaða lag Bylgjunnar í fyrra. Á Spotify má finna fjöldann allan af lögum sem Valli er textahöfundur að eða hefur komið að því að semja á einhvern hátt. Flytjendur eru líka margir, ólíkir og á öllum aldri. Allt frá Aroni Hannesi til Björgvins Halldórssonar. Valli er í hljómsveitinni Poppvélin með Sólveigu Ásgeirsdóttur og Örygi Smára. Poppvélin hefur meðal annars gefið út lagið Sumardans, sem var eitt mest spilaða lag Bylgjunnar í fyrra og á Spotify er hægt að finna fjöldan allan af lögum sem Valli hefur ýmist samið eða komið að því að semja. Traustur vinur gerir kraftaverk Í dag segist Valli njóta þess hvað mest að vera afi. „Ég á tvo afadrengi og þegar að ég er á landinu reyni ég að vera sem mest með þeim.“ Eldri afastrákurinn fæddist árið 2018 og heitir Vilgeir Svan Gunnarsson en sá yngri Víkingur Leo Snorrason sem er fæddur árið 2021. „Þegar að ég horfi til baka sé ég að ég var oft ekki nógu þolinmóður pabbi. Þessa óþolinmæði sé ég stundum í börnunum mínum nú þegar þau eru orðnir foreldrar. Í dag er þetta öðruvísi enda er ég afinn sem er til í að vera með afastrákunum að leika og gera alls konar.“ Síðastliðið vor og í sumar hefur Valli komið fram í fjölmiðlum sem stjórnarformaður og annar stofnenda Úkraínuverkefnisins Flottafólk. Það verkefni gengur út á ýmsa aðstoð við flóttafólk frá Úkraínu í kjölfar stríðsins þar. Til dæmis var mötuneyti Pipar/TBWA nýtt á kvöldin og um helgar sem mötuneyti og félagsmiðstöð fyrir flóttafólk að hittast, spjalla og borða saman. Um tuttuguþúsund matarskammtar hafa nú þegar verið gefnir. Þá var dagvistun fyrir börn flóttafólks opnuð og akstursþjónusta, útdeiling á ýmsum nauðsynjavörum og flóttafólki aðstoðað við atvinnuleit. En hvað með ykkur Sigga Hlö? Siggi hætti á stofunni árið 2017 og er kominn á fullt í ferðabransann. En við erum enn miklir vinir. Hann og Silja konan mín eru reyndar í þeim hlutverkum að vera tveir bestu vinir mínir. Við Silju get ég tappað af mér svo mörgu sem er gott að ræða sérstaklega við hana. Eins og fjármál, rekstur eða áhyggjur þessu tengt. Við Sigga get ég líka létt á mér með allt annað og það er svo mikilvægt fyrir alla að eiga líka góðan trúnaðarvin utan heimilisins. Siggi er því í því hlutverki í mínu lífi og ég í hans.“ Hér má sá fyrri hluta sögu Valla sem birtur var á Vísi fyrir viku. Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Nú síðast í desember var ég að keppa á HM í badminton á Spáni fyrir 50 ára og eldri.“ Valli sport hefur komið víða við þrátt fyrir að vera ekki eldri en 54 ára. Og virðist með óteljandi hatta á höfði. Sem athafnamaður í auglýsingum og viðskiptum, fjölmiðlamaður, lagahöfundur, eggjabóndi, hljómsveitagaur, rithöfundur og svo mætti áfram telja. Í dag höldum við áfram með sögu Valla sport en fyrri hluta viðtalsins var birtur síðastliðinn sunnudag. Saga Valla sport er fyrsta sagan af nokkrum í helgarviðtali Atvinnulífsins í haust og vetur sem gefa okkur tækifæri til að rifja upp ýmislegt í samtímasögunni sem skemmtilegt er að muna eftir eða áhugavert. Í síðustu viku var birtur fyrri hluti sögu Valla sport þar sem meðal annars var sagt frá því þegar Valli og Siggi Hlö kynntust árið 1994 og eins hvernig nafngiftin Valli sport kom til. Enn er Valli að í sportinu og keppti til dæmis í HM í badminton í fyrra. Hann og Siggi Hlö stofnuðu snemma auglýsingastofu saman, hafa komið að rekstri sex útvarpsstöðva, nokkurra veitingataða, skemmtistaða, sett upp söngleik, rekið fataverslun og fleira. Kaflaskipti í íslensku sjónvarpi Sumarið 1999 urðu eigendaskipti á hinni ungu sjónvarpsstöð Skjá 1, sem nú heitir Sjónvarp Símans. Nýir eigendur voru Kristján Ra og Árni Þór Vigfússon ásamt fleirum. „Okkur langaði til að stofna fjölmiðla- og lífsgleðifyrirtæki,“ sagði Árni Þór í viðtali við Morgunblaðið stuttu síðar. Skjár 1 þótti af mörgum nýja partýstöð unga fólksins. Valli og Siggi Hlö héldu úti þættinum Með hausverk um helgar sem naut mikilla vinsælda í áhorfi. Á stöðinni slógu einnig í gegn nýir þættir eins og Djúpa laugin, Erpur Eyvindarson í hlutgervi Johnny Naz og fleiri en einnig alvarlegri þættir eins og Silfur Egils. Á sama tíma rak Íslenska útvarpsfélagið Stöð 2 og Sýn (sem nú heitir Stöð 2 sport) og Popptíví. Valli og Siggi gerðu samning við Sýn um útsendingar á þættinum sínum þar. Þar náði þátturinn mesta áhorfi á stöðinni, rétt eins og áður á Skjá 1. Ekki síst vegna þess að þátturinn ögraði og var á tímum grófari en fólk átti að venjast í sjónvarpi. Til að ná athygli fór þáttagerðin að verða grófari og grófari og varð á endanum að þáttagerð sem myndi aldrei samræmast samfélaginu í dag. Við erum þarna ungir menn að reyna að ná athygli en oft farnir að vera á skjön við okkar eiginn karakter og þá var hætt að vera gaman í afmælinu.“ Fór svo að um áramótin 2002/2003 ákváðu félagarnir að láta staðar numið og hætta. Sem þó þýddi mikla breytingu enda hafði þátturinn gefið þeim félögum nokkuð vel í aðra hönd. Sem skýrðist einfaldlega á því að þeir sáu sjálfir um að selja kostun og auglýsingar. Valli hefur nokkrum sinnum farið út með íslenska hópinn í Eurovison og samið að eða komið að fjölmörgum lögum sem tekið hafa þátt í undanúrslitakeppninni hérna heima. Hér má sjá hversu mikil gleðin var þegar tilkynnt var um það í Danmörku árið 2014 að lagið Enga fordóma með Pollapönk hefði komist áfram. Alltaf sama kennitalan Árið 1997 stóðu Valli og Ólafur Tryggvason að rekstri skemmtistaðarins Tunglsins sem naut mikilla vinsælda um árabil. Tunglið brann síðan til kaldra kola árið 1998 og var húsið rifið. Eldsvoðinn er einn stærsti eldsvoði sem upp hefur komið í miðbænum. Þá komu Valli og Siggi að rekstri sex útvarpsstöðva: XFM, KissFm, Sterio, Íslenska stöðin, Music 885, Mix 919. Valli og Siggi ráku líka veitingastaðina Three Amicos, TexMex og Uno Pizza. Til viðbótar ráku þeir Xið fataverslun í Kringlunni og Leikhúskjallarann um tíma. Þá stóðu félagarnir að söngleik um ævi Maríu Callas sem sýndur var í Íslensku óperunni. En þegar að þátturinn Með hausverk um helgar hætti vissu þeir að tími var kominn til að stokka spilin upp á nýtt. Þeir ákváðu að selja flest fyrirtækin og einbeita sér að rekstri auglýsingastofunnar. Þeir gerðu sér hins vegar grein fyrir því að sjónvarpsþátturinn var fyrir löngu orðinn mun þekktari nafn en auglýsingastofan Hausverk. „Sem betur fer hafði ég reynslu af því áður að semja um útistandandi skuldir og greiðsluerfiðleika og sú reynsla nýttist mér vel þegar þarna er komið. En við vissum að við þyrftum að endurhugsa hlutina upp á nýtt og einn daginn segir Siggi: Myndi banki treysta stofu sem héti Tvíhöfði fyrir öllu auglýsingabudgetinu sínu? Eða hefur ímyndin á nafninu áhrif á hvaða stofa verður fyrir valinu?“ Fór svo að árið 2006 kynntu félagarnir til sögunnar nýtt nafn á stofunni: Pipar. „Við gerðum margt til viðbótar til að breyta ásýndinni okkar og stofunnar. Til dæmis hættum við sjálfir að lesa inn á auglýsingar og hættum líka að fara tveir saman á fundi. Ef ég fór, kom Siggi ekki með. Ef Siggi fór, var ég ekki.“ Um tíma vissu þeir að eflaust héldu margir að auglýsingastofan hefði farið í þrot. „Þess vegna fengum við Björgvin Halldórsson til að lesa inn á símsvarann okkar og útvarpsauglýsingu texta sem var „Hausverk í gær, Pipar í dag. Nýtt nafn, sama kennitala.““ Svo heppilega vildi til að Kaupþing, sem nú er Arion banki, ásældist húsnæðið sem Pipar var í. Bankinn greiddi ágætis upphæð fyrir að losa þá félaga undan leigusamningi og þá fluttu þeir með stofuna á Tryggvagötu. „Þegar að við vorum búnir að selja frá okkur fyrirtækin og bankinn búinn að greiða okkur fyrir húsnæðið, stóðum við allt í einu uppi með skuldlaust félag.“ Síðar sameinaðist Pipar Reykjavík TBWA og við það breyttist nafn stofunnar í Pipar/TBWA. Enn síðar sameinaðist auglýsingastofan Fíton inn í reksturinn. En áður en lengra er haldið með þann part sögunnar, skulum við heyra um rithöfundinn Valla og áhyggjufulla pabbann. Áratugum saman voru helstu og stærstu innlendu fréttirnar birtar á baksíðu Moggans. Hér má sjá baksíðufrétt frá 1995 um alsæluna, eiturlyf sem komst í mikla tísku hjá ungu fólki fyrir aldamót og var mjög umdeilt. Því sumir vildu meina að efnið væri með öllu skaðlaust. Sem það svo sannarlega reyndist ekki vera. Ungt fólk og eiturlyf Eins og gefur að skilja safnaðist margt í reynslupokann hjá Valla. Sumt miður gott. „Á sama tíma og ég var í rekstri Tunglsins reið Ectasy yfir landið og komst í tísku. Ég varð oft vitni að því að flottir krakkar um tvítugt fóru að fikta og nokkrum mánuðum síðar sá ég þessa sömu krakka hreinlega ónýt af fíkn. Þetta fór illa í mig og mér leið oft illa.“ Eiturlyfið umrædda var einnig kallað alsælan eða e-pillan. Árið 1998 vaknaði Valli um nótt með hugmynd að unglingabók. „Ég settist við tölvuna og byrjaði að skrifa. Þegar Silja vaknaði sat ég enn við. Ég lét vita að ég kæmi ekki til vinnu þennan dag og þegar Silja kom heim, sat ég enn við tölvuna og aftur næstu nótt. Sagan kom til mín.“ Bókin sem Valli skrifaði hét Seinna lúkkið og var mest selda unglingabókin jólin 2000. „Ég fékk ekki góða dóma nema frá Kolbrúnu Bergþórsdóttur sem sagði bókina bestu unglingabókina sem hefði komið út og það þótti mér vænt um. En margir gagnrýnendur trúðu ekki þeim lýsingum sem ég var með um að afleiðingar við að fikta við eiturlyf gætu verið svona miklar og hraðar, né heldur að hópnauðgun sem var í sögunni væri eitthvað sem gæti gerst,“ segir Valli en bætir við: „Maggi Stef notaði hana samt mikið í forvarnarstarfinu sínu gegn eiturlyfjum og mér fannst það í rauninni segja allt sem segja þurfti um sannleikann.“ Vísar Valli þar til Magnúsar Stefánssonar Utangarðsmanns og óvirka fíkils, sem á þessum tíma var ötull í forvarnarstarfi sínu gegn eiturlyfjum og þeim hættum sem þar leynast. Tveimur árum síðar skrifaði Valli framhaldsbókina Nennekkja feisaða. Það var hins vegar löngu síðar sem Valli og Silja kynntust því sem foreldrar ungs fólks óttast oft hvað mest: Að börnin þeirra ánetjist fíkniefnum. Að upplifa fíkn barnsins síns breytir manni mikið. Ég held ég hafi reyndar orðið einlægari. Því það að vera með barninu sínu sem er að kljást við fíkn gerir öll önnur vandamál í heiminum frekar lítil.“ Valli segir að eftir fyrstu meðferð barns síns hafi hann stundað að fara á AA fundi með því. „Ég upplifði fundina sem okkar gæðatíma saman. Enda er AA prógrammið mikið mannræktarprógram og hrikalega gott að sitja á fundum, hlusta og meðtaka, tjá tilfinningar sínar og læra betur að kljást við þær. Mér finnst þessi reynsla hafa breytt mínum karakter og hvernig ég kem fram við aðra.“ Hvað með þig sjálfan. Prófaðir þú aldrei neitt þegar þið voruð til dæmis með skemmtistaðina eða sjónvarpsþáttinn? „Nei ég hef aldrei þorað að prófa fíkniefni. Enda held ég að þau myndu setja mig á hvolf. Ég þoli ekki einu sinni kaffi því það er örvandi, veit að ég er með þráhyggjueinkenni og get verið með lazer fókusinn sem fylgir ADHD. Eflaust er ég því með fullt af fíkn genum í mér og geri mér grein fyrir að það gæti aldrei farið neitt nema mjög illa ef ég kæmi nálægt efnum.“ Valli kynntist Silju eiginkonu sinni í Versló. Eina nóttina árið 1998 vaknaði Valli um nótt með hugmynd að unglingabók og settist við skriftir. Þegar Silja vaknaði var hann enn að og úr varð bókin Seinna lúkkið sem var mest selda unglingabókin fyrir jólin 2000. Löngu síðar kynntust hjónin því hversu erfitt það er að horfa upp á barnið sitt í fíkn: Þá virðast öll önnur vandamál smá. Að klára tankana sína….aftur Auglýsingastofurnar Pipar/TBWA og Fíton sameinuðust árið 2014 og segir Valli þá sameiningu hafa tekið lengri tíma og verið erfiðara en áætlað var í upphafi. Tímabilið 2014-2017 fór meira og minna í þá vinnu. „Þegar að við vorum komin i gegnum skaflinn fjárhagslega og menningarlega fann ég að ég var algjörlega búinn á því andlega.“ Hvernig fannstu það? „Vegna þess að eftir miðbæjarævintýrið í Hafnarfirði um þrítugt kláraði ég líka tankana mína. Þannig að ég þekkti einkennin og oft áttar fólk sig ekki á því að ef við klárum tankana okkar og jöfnum okkur, verða tankarnir aldrei jafn stórir aftur. Við þurfum því að passa okkur meira og þegar að ég var farinn að sofa illa, hreyfa mig minna og alltaf með áhyggjur vissi ég að ég yrði að gera eitthvað.“ Valli ákvað að breyta um lífstíl. Fór til dæmis að róa á kajak í vinnuna frá Grafarvogi. Stóra breytingin í vinnunni var síðan að afhenda Guðmundi Pálssyni lyklana að framkvæmdastjórastarfinu. „Um jólin 2017 fengum við jólakort með mynd af álftum í oddaflugi og texta sem útskýrði að oddaflug er aðferð álftarinnar til að ferðast langa vegalengd. Ein álft leiðir með því að vera fremst. Ef álft þráast við og er of lengi fremst, þýðir það að ekki aðeins deyr hún heldur allur hópurinn. Þessi saga sagði mér að nú væri kominn tími til að annar tæki við stjórninni enda heppnaðist það vægast sagt frábærlega að fá Gumma í það hlutverk.“ Þá segir Valli Selmu Þorsteinsdóttur vera lykilmanneskju sem standi honum nálægt. „Selma er sú sem hefur starfað með mér lengst því hún byrjaði hjá okkur í janúar 2003, þá nýkomin úr fæðingarorlofi og nýútskrifuð úr hönnun. Í dag er Selma framkvæmdastjóri sköpunar hjá Pipar/TBWA.“ Sjálfur er Valli stjórnarformaður stofunnar og eins situr hann í stjórn TWBA á Norðurlöndum. Valli býr í Osló þar sem unnið er að því að byggja upp Pipar/TBWA og dótturfyrirtæki þess The Engine á Norðurlöndunum. Árið 2003 fóru Valli og Silja í vikufrí til Hrísey, heilluðust strax af staðnum og keyptu hús. Í dag reka þau eggjabúið Landnámshænur ásamt öðrum hjónum sem Valli segir að snúist fyrst og fremst um virðingu á milli manna og dýra. Eggjabóndinn í Hrísey Eitt af því sem Valli hefur haft fyrir stafni er að vera eggjabóndi í Hrísey. „Ég er náttúrulega frekar hvatvís og árið 2003 fórum við Silja í vikufrí til Hrísey þar sem við höfðum leigt hús, en aldrei komið áður. Þetta var æðisleg vika og við vorum algjörlega heilluð. Við sáum hús til sölu og satt best að segja var þetta þannig að við komum á sunnudegi, sáum hús til sölu á þriðjudegi og skrifuðum undir á föstudegi,“ segir Valli og hlær. En hvernig kom það til að þú gerðist eggjabóndi? „Kiddi félaginn minn í Hrísey var alltaf að passa hænur. Gaf þeim að borða og hirti eggin og við töluðum oft um hvað það væri sniðugt hringrásarkerfi að hænurnar borða matarafganga og síðan fáum við eggin þeirra sem fæðu. Einhvern tíma þegar Kiddi var að tala um þetta lagði ég til að við tækjum formlegan fund og myndum ræða þetta fyrir alvöru. Enda kann ég ekkert annað en að framkvæma.“ Í kjölfarið var eggjabúið Landnámsegg stofnað formlega en það er aðeins með landnámshænur. Félagið fékk lán hjá Byggðastofnun og segir Valli eiginkonurnar taka fullan þátt í þessu stússi. Seinna meir eru jafnvel áætlanir um að fara í sambærilegar tilraunir með svín. Valli og Hera Björk hafa túrað saman um allan heim og eitt sinn þegar þau voru í Suður Ameríku þar sem Hera Björk komst áfram í söngvakeppni, þurfti Valli að læra hárgreiðslu. Því það var ekki til peningur til að vera með hárgreiðslumanneskju með í ferðinni og ekkert annað að gera en að redda því. Júróvisjón og tónlistargaurinn Síðustu árin hefur nafn Valla dúkkað upp nokkrum sinnum þegar kemur að Söngvakeppni sjónvarpsstöðva. Enda er Valli einn lagahöfunda af nokkrum lögum sem hafa tekið þátt: Golddigger sem Aron Hannes flutti, Eitt andartak sem Hera Björk flutti, Hækkum í botn sem Suncity og Sanna Martinez fluttu, Mama said sem Kristina Bærendsen flutti, Best að segja: Meðal annars og svo…. auk fleirri laga. En hvernig kom það til að fara að semja fyrir Júróvísjón? „Það kom nú bara til þannig að fyrir mörgum árum var ég í haustpartíi Stöðvar 2 og hitti Björn Jörund og Barða Jóhannesson. Við enduðum heima hjá Barða að hlusta á tónlist og söngvakeppnin barst í tal því Barði hafði þá samið við RÚV um að semja lög.“ Úr varð að fljótlega fór Valli að vinna með Barða í að búa til konsept með lögunum sem Barði samdi. Enda sagðist Valli þetta kvöld vel geta búið til atriði og markaðssett lög. Frá upphafi var Valli því umboðsmaður hljómsveitarinnar Merzedes Club sem flutti lagið Ho, Ho, Ho, We Say Hey, Hey, Hey sem Barði samdi. Það lag varð í öðru sæti í undanúrslitakeppni söngvakeppninnar árið 2009 en fulltrúar Íslands sem fóru út með sigurlagið það árið voru Regína og Friðrik Ómar með lagið This is my life. „Seinna fór ég að semja lög með öðrum eins og Örlygi Smára og Sveini Rúnari fyrir keppnina enda kom í ljós að ég er fínn í að semja lagatexta.“ Fjórum sinnum hefur Valli farið alla leið í keppnina erlendis með íslenska hópnum: Með Heru Björk, Með Eyþóri Inga, með Pollapönk og með Maríu Ólafs. Frá árinu 2010 hafa Valli og Hera Björk líka brallað mikið saman. Þar sem Valli hefur oftar en ekki sett á sig enn eina ólíku hattana. „Ég fór til dæmis og lærði hárgreiðslu áður en við Hera fórum í söngvakeppni í Suður Ameríku. Því við höfum ekki efni á að hafa hárgreiðslumanneskju með. Frá árinu 2010 höfum við túrað saman um allan heim þar sem ég er DJ og hún syngur. Á tímabili vorum við erlendis nánast allar helgar frá vori fram á haust.“ Árið 2015 var hljómsveitin Mannakjöt stofnuð. Fyrsta lag hljómsveitarinnar heitir Þrumuský en það voru ekkert síður hljómsveitameðlimirnir sjálfir sem vöktu athygli. Enda áhugaverður hópur. Í Mannakjöti eru Valli, Örlygur Smári, Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Guðni Finnsson úr Ensími og Óttarr Proppé úr Ham. „Mér finnst þetta ægilega gaman,“ segir Valli um tónlistarferilinn. Sem rímar við það markmið hljómsveitarinnar Poppvélin sem hann er einn af meðlimum í og hefur það að markmiðið að búa til skemmtilega tónlist og hafa gaman af vegferðinni. Poppvélina skipa þau Sólveig Ásgeirsdóttir, Örlygur Smári og Valli en hljómsveitin var stofnuð í fyrra. Poppvélin var ein þeirra hljómsveita sem keppti um titilinn Nýliði ársins í Hlustendaverðlaununum 2022 sem haldin var í mars. Hljómsveitin hefur meðal annars gefið út lagið Sumardans, sem var eitt mest spilaða lag Bylgjunnar í fyrra. Á Spotify má finna fjöldann allan af lögum sem Valli er textahöfundur að eða hefur komið að því að semja á einhvern hátt. Flytjendur eru líka margir, ólíkir og á öllum aldri. Allt frá Aroni Hannesi til Björgvins Halldórssonar. Valli er í hljómsveitinni Poppvélin með Sólveigu Ásgeirsdóttur og Örygi Smára. Poppvélin hefur meðal annars gefið út lagið Sumardans, sem var eitt mest spilaða lag Bylgjunnar í fyrra og á Spotify er hægt að finna fjöldan allan af lögum sem Valli hefur ýmist samið eða komið að því að semja. Traustur vinur gerir kraftaverk Í dag segist Valli njóta þess hvað mest að vera afi. „Ég á tvo afadrengi og þegar að ég er á landinu reyni ég að vera sem mest með þeim.“ Eldri afastrákurinn fæddist árið 2018 og heitir Vilgeir Svan Gunnarsson en sá yngri Víkingur Leo Snorrason sem er fæddur árið 2021. „Þegar að ég horfi til baka sé ég að ég var oft ekki nógu þolinmóður pabbi. Þessa óþolinmæði sé ég stundum í börnunum mínum nú þegar þau eru orðnir foreldrar. Í dag er þetta öðruvísi enda er ég afinn sem er til í að vera með afastrákunum að leika og gera alls konar.“ Síðastliðið vor og í sumar hefur Valli komið fram í fjölmiðlum sem stjórnarformaður og annar stofnenda Úkraínuverkefnisins Flottafólk. Það verkefni gengur út á ýmsa aðstoð við flóttafólk frá Úkraínu í kjölfar stríðsins þar. Til dæmis var mötuneyti Pipar/TBWA nýtt á kvöldin og um helgar sem mötuneyti og félagsmiðstöð fyrir flóttafólk að hittast, spjalla og borða saman. Um tuttuguþúsund matarskammtar hafa nú þegar verið gefnir. Þá var dagvistun fyrir börn flóttafólks opnuð og akstursþjónusta, útdeiling á ýmsum nauðsynjavörum og flóttafólki aðstoðað við atvinnuleit. En hvað með ykkur Sigga Hlö? Siggi hætti á stofunni árið 2017 og er kominn á fullt í ferðabransann. En við erum enn miklir vinir. Hann og Silja konan mín eru reyndar í þeim hlutverkum að vera tveir bestu vinir mínir. Við Silju get ég tappað af mér svo mörgu sem er gott að ræða sérstaklega við hana. Eins og fjármál, rekstur eða áhyggjur þessu tengt. Við Sigga get ég líka létt á mér með allt annað og það er svo mikilvægt fyrir alla að eiga líka góðan trúnaðarvin utan heimilisins. Siggi er því í því hlutverki í mínu lífi og ég í hans.“ Hér má sá fyrri hluta sögu Valla sem birtur var á Vísi fyrir viku.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
Afinn sem fær meira að segja eiginkonuna til að senda sér fundarboð Við þekkjum Valgeir Magnússon flest betur sem Valla sport en Valli býr í Osló þar sem hann er að byggja upp Pipar\TBWA og The Engine fyrirtækið upp fyrir Norðurlandamarkað. 19. mars 2022 10:00