Rodrygo hetjan er Real vann uppgjör toppliðanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. september 2022 16:30 Markaskorar Real Madríd í dag. Denis Doyle/Getty Images Real Madríd vann 2-1 sigur á Real Betis í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í dag. Það var brasilískt þema yfir markaskorurum meistaranna í dag. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, eða einfaldlega Vini Jr., kom heimaliðinu yfir þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Rui Silva, markvörð Real Betis. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna metin en Sergio Canales skoraði með þrumuskoti á 17. mínútu leiksins. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1 er liðin héldu til búningsherbergja. Aðeins var eitt mark skorað í síðari hálfleik og það gerði Rodrygo eftir að hafa náð boltanum inn í vítateig. Náði hann góðu skoti niðri í vinstra hornið og staðan orðin 2-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Real því áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Þetta var á sama tíma fyrsta tap Betis á leiktíðinni. Spænski boltinn Fótbolti
Real Madríd vann 2-1 sigur á Real Betis í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, í dag. Það var brasilískt þema yfir markaskorurum meistaranna í dag. Vinícius José Paixão de Oliveira Júnior, eða einfaldlega Vini Jr., kom heimaliðinu yfir þegar hann lyfti boltanum snyrtilega yfir Rui Silva, markvörð Real Betis. Gestirnir voru þó ekki lengi að jafna metin en Sergio Canales skoraði með þrumuskoti á 17. mínútu leiksins. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1 er liðin héldu til búningsherbergja. Aðeins var eitt mark skorað í síðari hálfleik og það gerði Rodrygo eftir að hafa náð boltanum inn í vítateig. Náði hann góðu skoti niðri í vinstra hornið og staðan orðin 2-1. Reyndust það lokatölur leiksins og Real því áfram með fullt hús stiga eftir fjóra leiki. Þetta var á sama tíma fyrsta tap Betis á leiktíðinni.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti