„Þetta var bara á milli okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 20:58 Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar fyrra marki sínu sem var hennar fyrsta mark í leik síðan snemma árs 2021. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Það er eiginlega of langt síðan ég hef skorað og það var frábær tilfinning að sjá boltann í netinu, og það sérstaklega hérna heima á Laugardalsvellinum,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, sem skoraði fyrstu tvö mörk Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Sara skoraði síðast mörk í keppnisleik snemma árs 2021 og fimm ár eru síðan að hún skoraði síðast mark á Laugardalsvelli. Hún hafði því ærna ástæðu til að fagna í kvöld, sem hún gerði en hljóp svo rakleitt til Sifjar Atladóttur sem var á varamannabekk Íslands. „Ég veit ekki hvað kemur yfir mig. Ég fagna bara einhvern veginn þegar ég skora. En það var alla vega góð tilfinning og mikil gleði,“ sagði Sara sem vildi ekki segja fjölmiðlamönnum neitt um það af hverju nákvæmlega hún fór til Sifjar. Gefur hún svona góð ráð varðandi vítaspyrnur, eins og þá sem Sara skoraði fyrsta mark leiksins úr? „Það er spurning. Þetta var bara á milli okkar. Ég ætla ekki að útskýra það nánar. Þið þurfið ekki að vita allt,“ sagði Sara og brosti en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Sara Björk eftir sigurinn á Hvíta-Rússlandi „Skynsamlegt að taka mig út af“ Söru var skipt af velli þegar ljóst var að Ísland færi með sigur af hólmi, á 63. mínútu, fyrir Selmu Sól Magnúsdóttur sem skoraði svo sjötta mark Íslands í leiknum. „Það var þægilegt að geta skorað svona snemma og tekið yfir leikinn frá byrjun, og fara inn í hálfleik með gott sjálfstraust og 2-0 yfir. Í seinni hálfleik völtuðum við yfir þær og gáfum þeim aldrei séns á að koma sér inn í leikinn Ég hefði getað spilað lengur en það var kannski skynsamlegt að taka mig út af. Leikmennirnir sem komu inn á komu líka inn af krafti, við héldum áfram að skapa færi og það gekk vel. En auðvitað vill maður alltaf spila alla leiki,“ sagði Sara. „Eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár“ Hún var hrifin af frammistöðu Áslaugar Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur sem stóðu sig frábærlega á vinstri kantinum. Amanda er 18 ára og Munda 21 árs. „Þær stóðu sig frábærlega. Það var eins og þær hefðu spilað þarna í mörg ár. Það er ekki að sjá að þær hafi ekki spilað mikið saman. Þær eru frábærir leikmenn og frábært að sjá þær blómstra,“ sagði Sara sem var ósátt við að mark Amöndu í fyrri hálfleik fengi ekki að standa. Rangstaða virtist dæmd á Söru en það virtist kolrangur dómur: „Já, þetta var svolítið pirrandi. Ég hefði viljað sjá þetta vera gilt mark hjá Amöndu, eins og þetta var, en það er ekki hægt að kvarta alltaf í dómaranum.“ Íslenska landsliðið heldur nú til Hollands á sunnudagsmorgun og spilar þar úrslitaleik við heimakonur um öruggt sæti á HM, á þriðjudagskvöld.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 „Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40 Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45 Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
„Ekki í þessu landsliði fyrir eitthvað þannig“ „Við skoruðum sex góð mörk og héldum hreinu, og gáfum þeim aldrei séns. Við getum verið stolt af þessari frammistöðu,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði tvö marka Íslands í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 20:40
Einkunnir Íslands: Dagný Brynjars maður leiksins á miðjunni Ísland valtaði yfir Hvíta-Rússland, 6-0, í undankeppni HM2023 í kvöld. Hér er hægt að sjá einkunnir íslensku leikmannanna í leiknum þar sem Dagný Brynjarsdóttir var valin maður leiksins. 2. september 2022 19:45
Twitter um landsleikinn: „Þvílík kona“ Íslenska kvennalandsliðið vann í kvöld lið Hvít-Rússa á Laugardalsvelli, 6-0. Íslenska þjóðin hefur verið dugleg að tjá sig um leikinn á Twitter og nokkur tweet má sjá hér að neðan. 2. september 2022 19:27
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti