Fótbolti

Man City boðið að fá Neymar rétt áður en glugginn lokaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Neymar í leik með PSG.
Neymar í leik með PSG. Catherine Steenkeste/Getty Images

Það virðist sem Frakklandsmeistarar París Saint-Germain séu tilbúnir að losa Brasilíumanninn Neymar úr sínum röðum. Englandsmeistarar Manchester City var boðið að kaupa leikmanninn undir lok félagaskiptagluggans sem lokaði nú fyrir helgi.

París Saint-Germain hefur verið duglegt að sækja leikmenn í sumar og þá samdi félagið við Kylian Mbappé. Þó félagið hafi einnig losað leikmenn var talið að bara launapakkar Mbappé, Neymar og Lionel Messi væru nóg til að félagið gæti ekki staðist reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. FFP).

PSG var meðal þeirra átta liða sem UEFA sektaði nýverið fyrir brot á téðum FFP reglum. Gæti það spilað inn í ákvörðun félagsins að reyna losa Neymar áður en glugginn neitaði. Man City – líkt og Chelsea sem hafði fengið sama boð stuttu áður – afþakkaði pent að fá Neymar í sínar raðir.

PSG fékk sekt upp á alls 10 milljónir evra en sektin gæti hækkað upp í 65 milljónir evra haldi félagið áfram að brjóta af sér.

Það er ekkert launungamál að hann er með launahærri leikmönnum Evrópu og eflaust heims. Það eru því ekki mörg lið sem koma geta borgað leikmanninum sömu laun og hann fær í París.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvort PSG haldi áfram að reyna losa sig við hinn þrítuga Neymar í komandi félagaskiptagluggum en hann er samningsbundinn félaginu til ársins 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×