Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 15:29 Íbúar Hvassaleitis fylgdust náið með störfum slökkviliðs í gær. Hugur Veitna er nú sagðuir hjá þeim. Vísir/Vilhelm Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum. Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum.
Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04