Háð bæði Kína og Rússlandi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. september 2022 11:00 Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á innflutningi á fljótandi gasi til ríkja Evrópusambandsins frá Kína á þessu ári, eða sem nemur um 60% á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt frétt viðskiptablaðsins Financial Times, á sama tíma og vaxandi þrýstingur hefur verið á sambandið að hætta kaupum á rússnesku gasi. Hafa háttsettir forystumenn Evrópusambandsins gengizt við því að sambandið hafi í raun fjármagnað hernað rússneskra stjórnvalda í Úkraínu með kaupum á rússneskri olíu og gasi um langt árabil sem enn sér ekki fyrir endann á. Fram kemur í fréttinni að þetta þýði að eftir því sem Evrópusambandið fyllist meiri örvæntingu yfir því hvernig komið sé fyrir orkuöryggi þess muni kínversk stjórnvöld verða í sterkari stöðu til þess að taka ákvarðanir sem hafa muni áhrif á sambandið: „Samhliða því sem Evrópusambandið reynir að brjótast út úr þeirri stöðu að vera háð Rússlandi í orkumálum er kaldhæðnislegt að sambandið er að verða háðara Kína.“ Hins vegar er nær að segja að Evrópusambandið sé með þessu að færast yfir í það að verða háð bæði Rússlandi og Kína. Mikil eftirspurn og verðið engin fyrirstaða Taldar eru þannig allar líkur á því að stór hluti af gasinu, sem flutt hefur verið frá Kína til Evrópusambandsins, komi upphaflega frá Rússlandi en Kínverjar hafa sjálfir stóraukið innflutning á rússnesku gasi undanfarin misseri á hagstæðum kjörum. Ákvörðun kínverskra stjórnvalda í byrjun ársins, um að hætta að birtar opinberlega upplýsingar um uppruna gass sem flutt er frá Kína, þykir renna frekari stoðum undir það. Fyrir vikið er gasið einfaldlega skráð sem kínverskt og þannig er það að sama skapi fært til bókar hjá sambandinu. Kína er sjálft á meðal þeirra ríkja sem framleiða mest af gasi í heiminum en einnig á meðal þeirra ríkja em flytja mest inn af gasi. Vegna niðursveiflu í kínverska hagkerfinu á árinu hafa safnast fyrir umframbirgðir af gasi sem flutt hefur verið til landsins, ekki sízt frá Rússlandi, og sem fyrir vikið hafa verið seldar áfram. Þá einkum til Evrópusambandsins þar sem eftirspurnin er gríðarleg og verðið fyrir vikið engin fyrirstaða. Enda kemur fram í erlendum fjölmiðlum að rífleg álagning sé á gasinu frá Kína ofan á innkaupaverðið frá Rússlandi. Farið úr öskunni í eldinn í orkuöryggismálum Kaupin á gasi frá Kína hafa gert ríkjum Evrópusambandsins auðveldara fyrir en ella að safna gasbirgðum fyrir veturinn. Rússnesk stjórnvöld hafa dregið mjög úr flæði gass um gasleiðslur til Þýzkalands og fleiri ríkja sambandsins og stefnir fyrir vikið í mikinn skort innan þess í vetur. Taldar eru vaxandi líkur á því að Rússar muni innan tíðar skrúfa alfarið fyrir gasið sem aftur mun þýða, samkvæmt Financial Times, að ríki Evrópusambandsins munu þurfa að kaupa allt það gas sem þau mögulega geta óháð verði. Það muni þó ekki duga til. Fyrir vikið er óhætt að segja að Evrópusambandið hafi farið úr öskunni í eldinn þegar kemur að orkuöryggi þess. Staða sambandsins var nógu slæm fyrir þegar það var einungis háð Rússlandi í orkumálum en er nú sem fyrr segir í vaxandi mæli orðið háð Kína líka. Fullyrðingar sumra, um að við Íslendingar þurfum að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja efnahagslegt öryggi okkar, verða að teljast í bezta falli broslegar í ljósi þess að sambandið hefur reynzt algerlega ófært um að standa vörð um eigið efnahagslegt öryggi. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun