Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 11:00 Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir fagnar ásamt Sveindísi Jane Jónsdóttur og Dagnýju Brynjarsdóttir. Vísir/ Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Stelpurnar okkar eru í leit að farseðli á sitt fyrsta heimsmeistaramót og möguleikinn á því að þær verði meðal bestu þjóða heims, á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar, er betri en nokkru sinni fyrr. Eftir 6-0 stórsigurinn gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn er ljóst að Íslandi dugar jafntefli gegn Hollendingum til að vinna sinn riðil og komast beint á HM. Ef Ísland tapar hins vegar, sem væri svo sem ekki óeðlilegt gegn einu albesta landsliði heims, fer liðið í umspil og þyrfti eftir nýjustu úrslit að öllu líkindum aðeins að vinna einn leik til að komast á HM. Útlitið eins gott og hugsast gæti Eftir úrslit helgarinnar er ljóst að umspilið lítur nánast eins vel út fyrir Ísland og hugsast getur. Það er nefnilega þannig að það skiptir máli hvað liðin sem enda í 2. sæti síns riðils fá mörg stig í undankeppninni, varðandi stöðu þeirra í umspilinu. Eftir að England vann Austurríki í D-riðli og Noregur vann Belgíu í F-riðli stendur Ísland mjög vel að vígi gagnvart liðum í 2. sæti í öðrum riðlum, fari svo að Ísland endi fyrir neðan Holland. Ef Ísland tapaði fyrir Hollandi væri Ísland með næstbesta árangurinn af liðunum í 2. sæti, og það myndi þýða að liðið færi beint í seinni hluta umspils Evrópu um sæti á HM, þar sem leikið verður 11. október. Ísland yrði þar í hópi með fimm öðrum Evrópuþjóðum, mögulega sterkum þjóðum á borð við Sviss, Belgíu og Austurrík. Þyrftu að treysta á heppni til að fá heimaleik Stór galli við umspilið er hins vegar að um staka leiki er að ræða, en ekki heimaleik og útileik. Ef Ísland fer í umspilið mun liðið því þurfa að treyst á heppnina til að fá heimaleik. Þessir stöku umspilsleikir eru svo framlengdir og farið í vítaspyrnukeppni ef til þarf. Ef Ísland fer í umspilið og vinnur sinn andstæðing þar í venjulegum leiktíma er öruggt að liðið færi á HM. Enn er hins vegar mögulegt að vinni Ísland andstæðing sinn í framlengingu eða vítaspyrnukeppni þurfi liðið að fara áfram í aukaumspil í Eyjaálfu í febrúar, með liðum úr öðrum heimsálfum, til að tryggja sig inn á HM. Það myndi gerast ef að samanlagður árangur Íslands úr riðlakeppninni og umspilsleik yrði verri en hjá tveimur öðrum liðum, og sá möguleiki er aðeins fyrir hendi ef Ísland gerir „jafntefli“ í umspilsleiknum. Um allt þetta eru stelpurnar okkar þó ekki að hugsa á leið sinni til Utrecht, heldur einfaldlega það að ná jafntefli eða sigri gegn silfurliði síðasta HM, Hollandi, á þriðjudaginn og tryggja sér strax farseðilinn á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Íslenska landsliðið æfir í Utrecht síðdegis í dag. Vísir og Stöð 2 eru á staðnum og flytja fréttir af stelpunum okkar í dag og næstu daga.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti