Lygilegt tilboð Chelsea í leikmann sem Southampton keypti fyrir aðeins nokkrum vikum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 09:30 Romeo Lavia fagnar marki sínu gegn Chelsea. Í kjölfarið vildi Lundúnaliðið fá hann í sínar raðir. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT Ein af undarlegri sögum félagaskiptagluggans í Englandi átti sér stað á lokadegi hans. Þá reyndi Chelsea að kaupa Romeo Lavia af Southampton á 50 milljónir punda en aðeins eru nokkrar vikur síðan Southampton keypti leikmanninn á 12 milljónir punda. Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Félögin í ensku úrvalsdeildinni eyddu fúlgum fjár í sumar. Chelsea fór þar mikinn en miklar breytingar áttu sér stað hjá félaginu í sumar. Ásamt því að skipta um eiganda þá urðu miklar breytingar á leikmannahóp liðsins. Þó það hafi verið búist við því að Chelsea myndi eyða háum fjárhæðum í sumar þá kom þetta tilboð í Lavia eins og þruma úr heiðskýru lofti. Það var ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greindi fyrst frá. Liðin tvö mættust þann 30. ágúst síðastliðinn og skoraði hinn 18 ára gamli Lavia í 2-1 sigri Southampton. Mögulega var Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, svo hrifinn af leikmanninum að hann vildi fá hann í sínar raðir í kjölfarið. Það væri svo sem ekki frásögu færandi nema fyrir þá einföldu staðreynd að Southampton keypti leikmanninn fyrr í sumar af Englandsmeisturum Manchester City. Behind the scenes. Chelsea wanted to sign Romeo Lavia on Deadline Day with £50m verbal proposal rejected by Southampton of course, he s untouchable. #CFCSouthampton invested £12m plus add-ons for Lavia and Man City have £40m buy back clause. pic.twitter.com/6oo1Rre2mt— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2022 Hefði það orðið ein af sögum gluggans ef Lavia hefði fjórfaldast í verði á aðeins nokkrum vikum þar sem Chelsea var tilbúið að borga 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn unga. Man City getur keypt leikmanninn til baka á 40 milljónir svo það er spurning hvort þeir hefðu nýtt forkaupsréttinn og selt hann svo áfram til Chelsea ef orðið hefði af sölunni. Hún gekk á endanum ekki eftir og Belginn ungi er enn leikmaður Southampton, sem stendur allavega.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira